is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17520

Titill: 
  • „Skot í myrkri.“ Upplifun viðskiptavinarins í markþjálfunarsambandinu af stjórnendamarkþjálfun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta fjallar um stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) og hvernig aðferðin tengist hugmyndum sannrar forystu (e. authentic leadership). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert viðhorf viðskiptavinarins í markþjálfunarsambandinu væri til stjórnendamarkþjálfunar og hvort og þá hvernig viðhorf hans endurspegli hugmyndir sannrar forystu. Með það að leiðarljósi var reynt eftir bestu getu að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvert er viðhorf viðskiptavinarins, sem borgar fyrir markþjálfunina af stjórnendamarkþjálfun? Hvernig tengist viðhorf viðskiptavinarins hugmyndum um sanna forystu?
    Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem tekin voru átta viðtöl við stjórnendur á ýmsum stigum íslenskra fyrirtækja. Áttu þeir allir sameiginlegt að borga fyrir stjórnendamarkþjálfunina.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendur rannsóknarinnar voru almennt mjög jákvæðir gagnvart stjórnendamarkþjálfun sem þróunaraðferð fyrir stjórnendur. Viðmælendur voru allir sammála um margþætt notagildi aðferðarinnar en lögðu áherslu á að það yrði að nota hana á réttum forsendum. Viðmælendur voru ekki allir sammála um hvort og þá hvernig ætti að meta eða mæla árangur stjórnendamarkþjálfunarinnar. Ljóst var á svörum viðmælenda að þeim fannst trúnaðarskylda markþjálfans við markþjálfunarþegann það erfiðasta við stjórnendamarkþjálfunina. Þegar fyrirtækið var búið að greiða fyrir markþjálfunina fengust litlar sem engar upplýsingar um gang mála. Þetta gerði þeim fyrirtækjum viðmælenda, sem leituðust við að mæla eða meta árangur markþjálfunarinar, erfitt fyrir.
    Þó viðmælendur hafi ekki verið spurðir beint út í sanna forystu kom í ljós að það sem þeim fannst mikilvægt í starfi stjórnandans voru allt þættir sem falla undir grunnþætti sannrar forystu. Það er sjálfskoðun, samskipti, skýr framtíðarsýn og þróun í starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation discusses executive coaching and how it relates to ideas concerning authentic leadership. The aim of this study is to research the client‘s view in the coaching relationship on executive coaching and see if and then how his view reflects on ideas about authentic leadership. With that in mind the following research questions were answered: What is the client‘s view, the one who pays for the coaching on executive coaching? How does the client‘s view reflect on ideas about authentic leadership?
    In this research a qualitative method was carried out where eight interviews were taken with leaders on various management levels. They all had that in common that they paid for the executive coaching.
    The main results of this research indicate that the participants generally thought positively of executive coaching as a development method for leaders. The participants all agreed on the multifunctional use of the method but they emphasized that it must be used on the right terms. The participants did not agree if and how to measure the result of executive coaching. It was clear from the participants answers that they thought the coach‘s confidentiality to the coachee was the most difficult aspect of executive coaching. When the organization had paid for the coaching it received little or no information about the progress. This fact made it difficult for the participants‘s organizations that sought to measure the success/result of the executive coaching.
    Although participants were not asked directly about authentic leadership, their answers revealed that what they thought was important in the leaders/executive‘s job were all factors that make up the fundamentals of authentic leadership. Those factors are self-awareness, communication, clear vision and job development.

Samþykkt: 
  • 8.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Katrín Harðardóttir.pdf981.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna