is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17589

Titill: 
  • Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjöldi fangelsisdóma á Íslandi er einn sá lægsti sem þekkist meðal vestrænna þjóða, en það eru fjöldamörg önnur úrræði í boði í réttarkefinu en einungis hefðbundin fangelsisvist. Þróunin í gegnum árin hefur verið sú að takmarka fangelsisdóma þar sem þeir skili sér í raun ekki í lægri ítrekunartíðni en önnur form af viðurlögum. Þetta á ekki síst við um ungmenni sem enn eru í mótun og eru viðkvæmari fyrir slæmum áhrifum fangelsisrefsinga.
    Íslendingar hafa í miklum mæli borið sig saman við norræna réttarkerfið, og sér í lagi það danska, við lagasetningu. Ritgerðin varpar ljósi á skilorðsbundna ákærufrestun samkvæmt 56. gr. almennra hegningarlaga og hvernig hún nýtist ungum sakborningum með samanburði við sambærilegt úrræði í danska réttarkerfinu og auk annarra úrræða sem ungmennum standa til boða í bæði íslenska og danska kerfinu.
    Þegar ungir afbrotamenn eiga í hlut hafa rannsóknir sýnt að oft á tíðum er um að ræða ungmenni sem stríða við erfiðar félagslegar aðstæður og hafa oft lágan félagslegan þroska. Það hlýtur því að vera kappsmál að markmið refsingar stuðli að einhverju leyti að uppbyggingu einstaklingsins, sem þáttar í að minnka líkur á endurteknum afbrotum.
    Eitt aðal úrræðið fyrir unga afbrotamenn í íslenska réttarkerfinu er skilorðsbundin ákærufrestun en sambærilegt úrræði er einnig í dönsku réttarkerfi. Úrræðið virðist skila góðum árangri í báðum löndum og mælist ítrekunartíðni þeirra ungmenna sem úrræðið hljóta töluvert lægri en þeirra ungmenna sem hljóta inngripsmeiri úrræði réttarkerfisins, líkt og skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dóm. Ítrekunartíðni danskra ungmenna sem úrræðið hljóta er þó lægri en þeirra ungmenna sem það hljóta á Íslandi. Ástæðuna gæti verið að rekja til þess að dönsk ungmenni fá ekki ítrekað ákærufrestanir líkt og íslensk ungmenni geta fengið heldur eru ákærufrestanir þar í landi að jafnaði einungis gefnar einu sinni eða tvisvar. Fræðimenn hafa spurt sig hvort skilorðsbundin ákærufrestun geti orðið að markleysu í þeim tilfellum þar sem ungmenni brýtur af sér aftur en er ekki ákært þrátt fyrir skilorðsrofin. Í raun virðist það í miklum mæli tíðkast á Íslandi að ungmenni brjóti skilorð sitt án þess að til endurupptöku máls komi. Tel ég að með fleiri og virkari úrræðum til handa ungum afbrotamönnum myndi skapast betri framkvæmd á úrræðinu um skilorðsbundna ákærufrestun. Í dag er að vissu marki skiljanlegt að ekki sé ákært fyrir skilorðsrof ákærufrestunar þar sem í raun ekkert annað virkara úrræði er í boði sem nýst gæti betur þó svo að ákært væri. En nytsamlegt gæti verið að breyta notkun til dæmis samfélagsþjónustu og rafrænnar vöktunar þannig að þau úrræði myndu nýtast ungum afbrotamönnum, ólíkt því sem er í dag.

Samþykkt: 
  • 25.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun Halla Asgeirsdottir 3.pdf712.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna