is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17594

Titill: 
  • Kærunefndir. Valdheimildir og hlutverk sjálfstæðra úrskurðarnefnda
  • Titill er á ensku Administrative appeals committees. The features and functions of independent administrative appeals committees.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kærunefndir gegna veigamiklu hlutverki innan stjórnsýslunnar þar sem stjórnsýslunefndum hefur í auknum mæli verið fengið það hlutverk að endurskoða ákvarðanir stjórnvalda. Æðsta úrskurðarvald um ákvarðanir lægra settra stjórnvalda sem jafnan er í höndum ráðherra en víða í lögum er mælt fyrir um að ákvörðunum stjórnvalda skuli skotið til kærunefnda í stað ráðherra. Markmiðið með umfjöllun er ekki að draga upp heildstæða mynd af öllum þeim kærunefndum sem starfa innan stjórnsýslunnar heldur fremur að varpa ljósi á þann mun sem er á hlutverki og heimildum kærunefnda annars vegar og ráðherra hins vegar. Í ritgerð er fjallað um stjórnsýslukærur, hvaða málsmeðferðarreglur gilda um meðferð mála fyrir kærunefndum og hvaða ákvarðanir sæta kæru til nefnda. Þá er fjallað um aðild að kærumálum fyrir kærunefnd og þau sérákvæði laga sem eiga einungis við um kærunefndir. Er litið til forms stjórnsýslukæru til kærunefnda, sérákvæða um formkröfur og hvort kærunefnd sé heimilt að gera einhverjar lágmarkskröfur til kæru þegar slíkum sérákvæðum sleppir. Í síðari hluta umfjöllunar er fjallað um skipulag stjórnsýslukerfisins og stigskiptingu þess og leitast við að kanna hver munurinn er á heimildum kærunefnda samanborið við þær heimildir sem ráðherra fer með þegar úrskurðarvald á æðsta stjórnsýslustigi er í hans höndum. Er kannað hvort úrskurðarvald kærunefnda sætir einhverjum takmörkunum sem ekki eiga við um venjubundna meðferð kærumála hjá ráðherra og þá hvort heimildir kærunefnda séu í einhverjum tilvikum víðtækari en þær sem ráðherra fer jafnan með þegar kæru eru skotið til meðferðar kærustjórnvalda. Þá er spurningum um heimildir, valdsvið og hlutverk kærunefnda svarað, m.a. um það hvort kærunefndum sé heimilt að úrskurða um stjórnskipulegt gildi laga eða reglugerðaákvæða, hvort kærunefndir sé bundnar af kröfugerðum í stjórnsýslukærum og hvort kærunefnd geti tekið ákvörðun sem er kæranda óhagstæðari en hin kærða ákvörðun. Í lok ritgerðar er svo vikið að Litispendens áhrifum og lögsögu úrskurðaraðila.

  • Útdráttur er á ensku

    Appeals committees play an important role within the administration since administrative committees have increasingly been given the task of reviewing decisions of government. While final say concerning the decisions of government is generally in the hands of ministers, in many cases it is stipulated that government decisions be referred to appeals committees instead of ministers. The aim of the thesis is not to paint a comprehensive picture of all the appeals committees operating within public administration, but rather to shed light on the different roles and permissions held by two decision bodies within the administration, namely appeals committees and ministers. The thesis deals with the administrative appeals, the procedural rules governing the procedure of appeals committees and what decisions can be appealed to these committees. Also, formal requirements of an administrative appeal to committees is discussed, as well as special provisions on formal requirements and whether complaints committees are authorized to make any minimum requirements for complaint when no special provisions are present. The latter part of the thesis deals with the organization and hierarchy of the administrative system and seeks to evaluate the difference between the power that appeals committees have compared to the powers that ministers have as a ruling body. Are there limitations to the powers of appeals committees that do not apply to preceedings within the traditional administrative system? Questions about permissions, powers and functions of complaints committees are answered, including whether a committee is authorized to rule on the constitutionality of laws or regulatory provisions. Are appeals committees bound by the demands outlined in the administrative complaint or can committees come to different conclusions that are less favorable than the original decision. At the end of the thesis, administrative jurisdiction between appeal authority and subordinate organization is discussed.

Samþykkt: 
  • 28.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdheimildir og hlutverk kærunefnda.pdf610.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna