is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17599

Titill: 
  • Glaðasti hundur í heimi? Héraðsfréttamiðlar og varðhundshlutverkið - hugmyndafræði og veruleiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eitt meginhlutverk fjölmiðla er að veita valdi aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga. Oft er þetta aðhaldshlutverk kallað varðhundshlutverkið. Fjölmiðlar þykja mikilvægur öryggisventill í lýðræðissamfélögum og hefur verið vísað til fjölmiðla sem fjórða valdsins. Aukin krafa um sjálfstæði og aðhald fjölmiðla kom fram á Íslandi í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sama tíma og ytri skilyrði til fjölmiðlarekstrar versnuðu eftir efnahagskreppuna árið 2008. Fækkað hefur í stétt blaðamanna og ekki síst í dreifðari byggðum. Tekjuöflun fréttamiðla veltur að mestu á
    auglýsingum. Áskrifendum hefðbundinna fjölmiðla fækkar, blaðamennska færist í ríkari mæli yfir í netheima þar sem áhersla á að fréttir selji vel hefur farið vaxandi. Í þessari ritgerð verður spurt hvernig héraðsfréttablöð á Íslandi hafi brugðist við opinberu ákalli um mikilvægi sjálfstæðrar og gagnrýninnar fréttamennsku. Niðurstaðan styður við fyrri rannsóknir, að vegna nálægðarvanda og efnahagsskilyrða kjósi blaðamenn í dreifðri byggð enn að leggja mesta áherslu á að binda eigið nærsamfélag saman, það sem kallað er samfélagssmiðshlutverk
    í ritgerðinni. Lítil áhersla sé á aðhald gegn valdhöfum. Ritstjórar héraðsfréttablaða beiti sjálfsritskoðun. Rof hafi orðið á eldveggjum milli ritstjórna og auglýsingadeilda. Lögð sé áhersla á milda fréttastefnu, sem forvirka aðgerð gegn aðkasti sem vekur spurningu um burði héraðsfjölmiðla til að sinna lýðræðislegum skyldum.

  • Útdráttur er á ensku

    Within western societies mass media is generally considered to play a central role in guarding democracy by instigating critical inquiries on hegemonic power. In Iceland, the financial crisis in 2008 triggered an investigation on the underlying systems and practices, conducted by an independent body appointed by the Icelandic parliament, subsequently followed by a report. It was noted that Icelandic media had failed to detect and disseminate the warning signs to the public in the events leading up to the crash. In tandem, the investigative body suggested improved guidelines aimed at increasing their independence and encourage critical
    methods and thought.This research focuses on how weekly newspapers in the rural areas of Iceland have responded to the investigative body´s presentation for action, aimed at advancing criticism and independence in Icelandic journalism. It discusses how increased power of advertisers and a lack of a selfsubstantial financial environment has rendered the media watchdog silent. Self censorship among editors, collapse of fire walls and a ”soft news“ policy seems part and parcel of a proactive course of action aiming at preserving the media vehicle and thereby some sort of local professional journalism. That challenges the media´s social duties questioning its role in an egalitarian preservation of democracy.

Samþykkt: 
  • 29.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BÞ_MAritgPDF.pdf731.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna