is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17679

Titill: 
  • „Stórríki sko, ekki smáríki“: Ímynd, framlag og vægi Íslands í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á vægi framlags Íslands til jafnréttismála á alþjóðavettvangi. Einnig er leitast við að leiða fyrir sjónir alþjóðlega ímynd Íslands í málaflokknum. Hlutfallslega sterk staða kvenna í íslensku samfélagi hefur gert það að verkum að málaflokkurinn er vel til þess fallinn að skapa Íslandi ákveðna sérstöðu á alþjóðavettvangi. Markmið þessarar rannsóknar er meðal annars að svipta hulunni af þeirri sérstöðu. Fræðilegi grunnur ritgerðarinnar byggir á femínískum kenningum ásamt kenningum um smáríki og alþjóðleg viðmið. Tekin voru viðtöl við fimm fulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi með það að markmiði að leiða í ljós skynjun þeirra á alþjóðlegri stöðu Íslands í jafnréttismálunum. Þá var orðræðugreiningu beitt við úrvinnslu gagna sem aflað var í viðtölunum.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að ímynd Íslands í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi sé afar sterk. Hún er að einhverju leyti samofin ímynd Norðurlandanna sem ræðst af norrænni samfélagsgerð og sterku velferðarkerfi. Framlag Íslands til jafnréttismála á alþjóðavísu er fólgið í innlendu frumkvöðlastarfi í málaflokknum. Í krafti jákvæðrar ímyndar og reynslu, hefur Íslandi tekist að öðlast trúverðuga rödd á alþjóðavettvangi sem fulltrúar þess nýta meðal annars til þess að beita sér fyrir valdeflingu kvenna, kynjasamþættingar og mannréttindum kvenna um allan heim.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug Karen_MA-ritgerð_með forsíðu.pdf804.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna