is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17685

Titill: 
  • Að velja eða ekki velja: Um hlutverk lesenda í tveimur gagnvirkum frásögnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með ritgerðinni er að gera viðtökufræðilega greiningu á gagnvirkum bókmenntum. Reynt verður að skoða hvert hlutverk lesandans er í gagnvirkum skáldskap og hvort það er ólíkt hlutverki lesandans í hefðbundnum skáldskap. Til þess verður gerð viðtökufræðileg greining á verkunum To Be or Not To Be eftir Ryan North og tölvuleiknum Gone Home. Stuðst verður við kenningar Wolfgangs Isers með hugmyndir Patrocinio P. Schweickart og Roland Barthes til hliðsjónar. Með því verður sýnt fram á að þó að gagnvirkar bókmenntir séu ólíkar öðrum bókmenntum að forminu til, séu þær líkar þeim að öðru leyti.
    Gagnvirkar bókmenntir er tiltölulega nýtt svið sem felur í sér ýmsar bókmenntagreinar og -form. Innan þess má til dæmis flokka gagnvirkar skáldsögur á prenti eða rafrænu formi, svokallaða hypertexta, tölvuleiki, hlutverkaleiki, gagnvirkt leikhús og ýmislegt fleira. Gagnvirkni í skáldskap hefur alltaf verið til að einhverju leyti, en sviðið hefur tekið stökk með tækniþróun síðustu áratuga, ekki síst með tilkomu Internetsins og spjald- og lestölva.
    To Be or Not To Be er skáldsaga á stiklutextaformi (e. hypertext). Hún byggir á leikriti Williams Shakespeares um prinsinn Hamlet, og gerir lesanda að þátttakanda, þar sem hann hefur áhrif á framgang sögunnar og velur hvaða ákvarðanir persónur taka. Textinn er skrifaður í annarri persónu og hægt er að lesa hann út frá sjónarhóli Hamlets, Ófelíu eða föður Hamlets. Frásögnin fer um víðan völl og gerir óspart grín að frumtextanum, en er þó trú honum að vissu leyti, ef þátttakandi kýs að fara þá leið.
    Gone Home er sögukönnunarleikur (e. story exploration game) þar sem þátttakandi tekur að sér hlutverk ungrar stúlku sem kemur heim að tómu húsi eftir langt ferðalag. Markmiðið er að kanna sögusviðið og komast að því hvað hefur orðið um fjölskyldu aðalpersónunnar. Leikurinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, ekki síst fyrir umfjöllun sína um hinsegin málefni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnvirkar_sögur_AKG.pdf910.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna