is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17693

Titill: 
  • Hlutverk ráðstefnutúlksins: Ósýnilegur milliliður eða þátttakandi í samskiptaatburði?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ráðstefnutúlkun sem atvinnugrein varð til snemma á 20. öldinni sem viðbragð við þörf sem óx eftir því sem tók að grafa undan frönsku sem hinu eina opinbera, diplómatíska tungumáli. Þrátt fyrir mikilvægi túlkunar í hnattvæddum heimi hefur ákveðinn ósýnileiki og jafnvel dulúð einkennt starf ráðstefnutúlksins. Rannsóknir litu lengi framhjá félagslegum þáttum ráðstefnutúlkunar og hugmyndin um vélræna túlkinn hefur lifað lengur á sviði ráðstefnutúlkunar heldur en í öðrum tegundum túlkunar. Síðasta áratuginn hafa þó komið fram rannsóknir sem sýna fram á að hlutverk ráðstefnutúlksins er bæði margbreytilegt og flókið.
    Alþjóðasamtök ráðstefnutúlka, AIIC (Association internationale des interprètes de conférence), voru stofnuð árið 1953 og það er ekki síst þar sem starfsstéttin hefur mótast hvað mest. Samtökin styðjast við faglegar siðareglur sem setja staðla varðandi vinnuskilyrði og siðferði innan ráðstefnutúlkunar. Skoðun á siðreglum AIIC, auk fjögurra annarra samtaka sem túlkar eiga aðild að, leiðir í ljós að reglurnar einblína á starfsstéttina í heild og á heiður samtakanna. Undantekning frá þessu eru reglur stofnunar túlka og þýðenda í Ástralíu, AUSIT (Australian Institute of Interpreters and Translators), en þær eru mun ítarlegri en reglur annarra samtaka og einblína í meira mæli á túlkinn sjálfan.
    Almennt leggja fag- og siðareglur túlkasamtaka áherslu á óhlutdrægni og nákvæmni og draga upp mynd af túlkinum sem ósýnilegum millilið fremur en þátttakanda í samskiptaatburði. Með því að skoða umræðuþræði túlka á internetinu má greina mótsögn í lýsingu túlka á starfi sínu annars vegar og þeim hugmyndum sem fram koma í fag- og siðareglum hins vegar. Umræðuþræðir á internetinu sýna að reglur um óhlutdrægni og nákvæmni eru oft brotnar og að túlkar mæta ýmsum hindrunum í starfi sínu sem fag- og siðareglur gera ekki ráð fyrir. Ráðstefnutúlkun er því mun margbreytilegra og flóknara starf heldur en reglurnar gefa til kynna. Rannsóknir síðasta áratugar styðja við þær frásagnir sem fram koma á umræðuþráðum túlka.

  • Útdráttur er á ensku

    Conference interpreting became a profession in the early twentieth century, to meet a growing need that emerged as French lost its status as the only official, diplomatic language. In spite of the importance of interpreters in today’s globalized world, the conference interpreter has maintained an aura of invisibility and even mystery. Research on conference interpreting for a long time overlooked the social aspects of interpreting and the image of a mechanical interpreter has survived for longer within the field of conference interpreting than within other fields of interpreting. However, in recent decades, research has been conducted that demonstrates that the interpreter’s role is both variable and complex.
    The International Association of Conference Interpreters, AIIC (Association internationale des interprètes de conférence), was founded in 1953 and it is not least within the association that the profession has been shaped. The association operates by a code of professional ethics: a set of rules that sets the standards for working conditions and for ethics within conference interpreting. A study of AIIC’s code, as well as the codes of four other associations of which interpreters are members, shows that the rules focus on the profession as a whole and on the associations’ honor. An exception to this is AUSIT (Australian Institute of Interpreters and Translators). AUSIT’s rules are much more detailed than the other rules and focus on the interpreter him-/herself.
    In general, the rules of all associations studied emphasize impartiality as well as accuracy, and portray the interpreter as an invisible intermediary rather than a participant in a communicative event. By studying interpreters’ Internet forums, a contradiction can be seen between interpreters’ descriptions of their work on the one hand, and the ideas revealed in professional codes of associations on the other. Discussion boards reveal that the rule of impartiality and accuracy is commonly broken and that interpreters face challenges in their work that the codes do not consider. Conference interpreting is much more variable and complex than the codes imply. Research from the last decade supports the interpreters’ accounts found on the discussion boards.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða + titilsíða.pdf168.34 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Hlutverk ráðstefnutúlksins.pdf1.07 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna