is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17715

Titill: 
  • Ávinningur kosningaherferða: Áhrif aðgerða stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningar 2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að greina hversu mikil áhrif kjósendur láta kosningaherferðir stjórnmálaflokkanna hafa á afstöðu sína fyrir kosningar. Er líklegt að kosningabarátta stjórnmálaflokkanna sannfæri kjósendur fyrir hvaða málefni þeir standa og ef svo er hvernig tókst núverandi þingflokkum það í kosningabaráttunni í alþingiskosningunum 2013? Byrjað er á að greina hversu mikil áhrif samfélagsleg umræða hefur. Erfitt getur verið fyrir stjórnmálaflokk að ráða stefnu umræðunnar í samfélaginu en áhrif hennar á flokkinn geta verið töluverð. Í næsta kafla verður kosningaefni flokkanna og málstaður þeirra skoðaður og reynt að sjá hvaða kosningaherferðir tókust vel og hverjar ekki eins vel. Að lokum verður svo skoðað hvernig almenningur kaus, hvort samræmi sé á milli þess hvað kjósendur mátu vera mikilvægasta málefnið og hvað þeir kusu og aðrir þættir sem eiga að sýna fram á áhrif kosningaherferða flokkanna.
    Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að kjósendur láta kosningaherferðir, áróður eða auglýsingar ekki hafa mikil áhrif á sig ef skoðun þeirra á viðkomandi flokk er mótuð fyrir. Flokkar sem hafa verið til staðar í nokkur ár eiga erfiðara með að auka við fylgi sitt en nýir eða minni flokkar vegna þess að kjósendur vita hvað þeim finnst um þá. En fyrir þá sem hafa lítið fylgi getur kosningabarátta skipt miklu máli. Umtal fjölmiðla og almennings getur þó breytt fylgi stærri flokka til styttri tíma og virðist það hafa meiri áhrif en kosningabaráttan sjálf.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð sniðmát loka loka loka.pdf988.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna