is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17718

Titill: 
  • Innlit í starfsgrein fasteignaviðskipta: Starfsánægja fasteignasala og sölufulltrúa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vaxandi áhugi er á starfsánægju og aukin umhyggja hefur myndast um velferð og þarfir starfsmanna á síðastliðnum árum. Starfsánægja er talin hafa áhrif á árangur starfshópa á vinnustöðum. Því er nauðsynlegt fyrir stórar starfsgreinar líkt og starfsgrein fasteignaviðskipta að vita hvort að neikvæð eða jákvæð afstaða sé til starfsins.
    Ritgerð þessi fjallar um starfsánægju og er það markmið hennar að kanna hvort að almenn starfsánægja sé innan starfsgreinar fasteignaviðskipta, nánar tiltekið hjá löggiltum fasteignasölum og sölufulltrúum. Fyrri hluti ritgerðar tekur til fræðilegar umfjöllunar um starfsánægju auk þess sem komið er lítillega inn á hvatningu. Fjallað er um fjórar kenningar sem tengjast starfsánægju og farið er í umfjöllum um starfsgrein fasteignaviðskipta.
    Gerð var rannsókn sem unnin var með megindlegri rannsóknaraðferð. Megindlega rannsóknin fól í sér könnun sem lögð var fyrir starfandi fasteignasala og sölufulltrúa á Íslandi. Sett var fram rannsóknarspurningin: „Eru fasteignasalar og sölufulltrúar almennt ánægðir í sínu starfi?“.
    Í síðari hluta ritgerðar eru niðurstöðum rannsóknar gerð skil. Helstu niðurstöður rannsóknar sýndu fram á það að almennt er jákvæð starfsánægja innan starfsgreinar fasteignaviðskipta. Svör voru keyrð saman við bakgrunnsbreytuna um starfsheiti til að komast að því hvort að mikill munur væri á starfsánægju hjá löggiltum fasteignasölum miðað við hjá sölufulltrúum og reyndist svo ekki vera. Nauðsynlegt er að starfsánægja sé innan starfsgreinar fasteignaviðskipta þar sem mikil samskipti eru við viðskiptavini sem oft á tíðum eru að festa kaup á dýrum eignum sem skipta miklu máli bæði fjárhagslega og persónulega.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal- Birna Marín Þórarinsdóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna