is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17722

Titill: 
  • „Tungan er málinu vǫn.“ Um lýsingarorð sem stýra þágufalli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að kortleggja þann hóp lýsingarorða sem taka með sér andlag og úthluta því þágufalli. Fjallað er um hvaða lýsingarorð þetta eru og gerð tillaga að flokkun þeirra í undirflokka, bæði eftir merkingu og eftir setningarlegri hegðun. Umfjöllunin miðast að mestu leyti við fornmálið.
    Lýsingarorðum sem stýrðu þágufalli í fornu máli var safnað saman úr fornmálsorðabók Fritzners (1867) og úr lista yfir slík lýsingarorð í Norrøn syntax eftir Nygaard (1906). Út frá þeim lista eru lýsingarorðin skoðuð í setningarlegu samhengi. Orðaröð með þessum lýsingarorðum getur verið breytileg en þágufallsliðir þeirra geta ýmist komið fyrir framan eða fyrir aftan lýsingarorðið. Rök eru leidd að því að merkingarleg sérkenni þágufallsliðanna hafi nokkur áhrif á orðaröð því að standi þágufallsliðurinn fyrir framan lýsingarorðið þarf hann að vera merkingarlega ákveðinn. Merkingarlega óákveðnir liðir koma frekar á eftir fallvaldinum. Neitandi magnorðið enginn kemur alltaf fyrir á undan lýsingarorði, en andlög sem afturbeygða eignarfornafnið sinn er hluti af standa alltaf fyrir aftan.
    Það er þó ekki þannig að lýsingarorðin sjálf stjórni engu um orðaröð því að með sumum lýsingarorðum kemur þágufallsliðurinn fyrir framan lýsingarorðið en með öðrum kemur það alltaf fyrir aftan. Þau lýsingarorð sem hafa þágufallsliðinn alltaf fyrir framan hegða sér líkt og skiptisagnir, þ.e. þau geta annars vegar haft nefnifallsfrumlag og þágufallsandlag og hins vegar þágufallsfrumlag og nefnifallsandlag. Það að sum lýsingarorðanna geta einnig tekið þágufallsfrumlag er mikilvægt setningarlegt einkenni. Annað mikilvægt einkenni er að aðeins sum lýsingarorðanna geta tekið forsetningarlið í stað þágufallsandlags. Miðað er við þessi tvö setningarlegu atriði þegar flokka á orðin í undirflokka. Að lokum er skoðað við hverju má búast í þróun þessa flokks og sýnt fram á að setningargerðin standi styrkum fótum í nútímaíslensku.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tungan er málinu vön.pdf907.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna