is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17728

Titill: 
  • Velferðartap jólagjafa. Lækkun lífskjara við gjafakaup
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa lokaverkefnis var að kanna hvort velferðartap myndist við gjafakaup. Til að reikna velferðartap/-ábata gjafa voru borin saman svör þátttakenda um áætlað kaupvirði gjafa sem þátttakendur fengu að gjöf jólin 2013 og hvað þáttakendur voru tilbúnir til að borga fyrir sömu hluti sjálfir. Einnig var rannsakaður munur á kaupvirði og söluvirði gjafa meðal þátttakenda, hversu algengt það er að gefa peninga í jólagjöf og að lokum kannaðir þætti sem varða tilfinningalegt gildi gjafa.
    Alls var könnunin send út til 693 aðila og svöruðu 207 þeirra. Svarhlutfall var 29,72%, 54 karlar svöruðu og 152 konur. Aldursdreifing var jöfn milli hópa nema í hópnum 20 ára og yngri, þar svöruðu einungis tveir einstaklingar. Þátttakendur voru að mestu háskólamenntaðir einstaklingar eða með framhaldsskólamenntun.
    Helstu niðurstöður voru að velferðartap myndast við gjafakaup upp á 11% af raunvirði gjafa. Út frá svörum þessara 207 einstaklinga könnunarinnar var velferðartap upp á 1.465.500 íslenskar krónur. Miðað við áætlaðar tölur um jólaverslun Íslendinga árið 2013 má gera ráð fyrir velferðartapi upp á 1.540.000.000 íslenskra króna.
    Söluvirði gjafa meðal þátttakenda var minna en kaupvirði gjafa, sem teljast verður óvanalegt þar sem rannsóknir sýna að einstaklingar vilja oftast nær hærra verð fyrir hluti í sinni eigu en þeir eru sjálfir tilbúnir til að borga fyrir sama hlut. Ályktað er að þetta sé vegna efnahagsástands í samfélaginu í dag, þar sem ekki er litið á litlar upphæðir sem fólk getur öðlast sem hagnað heldur fremur sem minnkað tap.
    Í dag virðist algengara að gefa gjöf í formi peninga í dag en tíðkaðist á árum áður, þar sem um þriðjungur þátttakenda fékk peninga að gjöf jólin 2013.
    Einnig virðast margir aðrir þættir skipta máli þegar gefin er gjöf, ekki einungis hvað sé verið að gefa. Óvæntar gjafir, minningar sem gjöfin endurvekur og hugsun bak við gjöf skipta þar miklu máli.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Velferðartap jólagjafa - Benjamin Aage B Birgisson.pdf583.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna