is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17746

Titill: 
  • Lagaumhverfi olíu- og gasstarfsemi á landgrunni Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lengi var talið að engar kolvetnisauðlindir, þ.e. olíu eða jarðgas, væri að finna innan íslenskrar lögsögu. Um aldamótin fóru af stað rannsóknir á því hvort mögulegt væri að slíkar auðlindir mætti finna á víðáttumiklu landgrunni Íslands. Viðamiklar rannsóknir af hálfu íslenskra og norskra stjórnvalda auk einkaaðila hafa leitt í ljós að hugsanlegt sé að kolvetnisauðlindir séu á norðurhluta Drekasvæðisins við Jan Mayen hrygginn og á Gammasvæðinu á landgrunninu út af Norðurlandi. Óvissa ríkir þó enn um hvort finnast muni kolvetni í nægjanlegu magni svo að vinnsla þess sé efnahagslega hagkvæm. Finnist nýtanlegt kolvetni í slíkum mæli getur það augljóslega haft mikil áhrif á efnahag Íslands.
    Lög og reglur um nýtingu kolvetnisauðlinda í íslenskri lögsögu hafa verið settar á síðustu árum. Þetta svið lögfræðinnar er því afar ungt á Íslandi. Það var ekki fyrr en um aldamótin að heildstæð lög voru sett um starfsemi er tengist olíu eða gasi. Á lögin reyndi ekki fyrir alvöru fyrr en við útboð sérleyfa í október árið 2012. Orkustofnun bárust þá þrjár umsóknir um sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu. Öllum umsækjendum var veitt sérleyfi. Af þessu leiðir að reynsla af réttarframkvæmd á sviðinu er fátækleg.
    Í ritgerðinni er leitast við að fara skipulega yfir regluverkið sem þýðingu hefur vegna kolvetnisstarfsemi á íslensku landgrunni. Ritgerðin skiptist í 5. kafla. Í 1. kafla ritgerðarinnar er fjallað um þjóðaréttarlegan grundvöll þeirra réttinda sem ríki eiga til auðlinda á landgrunni sínu. Í upphafi 2. kafla er fjallað um fyrirkomulag sem ríki víðsvegar um heiminn hafa á kolvetnisstarfsemi. Þá er vikið að lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis nr. 13/2001 og þeim aðstæðum sem leiddu til setningu þeirra. Höfð er hliðsjón af löggjöf þeirra ríkja sem nærtækast er að bera okkur saman við á þessu sviði. Í 3. kafla er síðan lýst milliríkjasamningum milli Noregs og Íslands sem sérstaka þýðingu hafa fyrir kolvetnisstarfsemi á Drekasvæðinu. Í 4. kafla er fjallað um reglur um skattlagningu kolvetnisstarfsemi. Þar verður jafnframt litið til þess hvernig þær þjóðir sem við berum okkur saman við á þessu sviði skattleggja kolvetnisstarfsemi. Loks er í 5. kafla teknar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða-skemman.pdf36.6 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
RITGERÐ-LOKA.pdf737.91 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna