is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17766

Titill: 
  • Réttur til almennrar menntunar samkvæmt 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar
  • Titill er á ensku The right to general education according to Article 76, paragraph 2 of the Constitution
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi miðar að því að gera grein fyrir ákvæði 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 þar sem segir að öllum skuli tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Um rétt til menntunar hefur verið kveðið á um í íslenskri stjórnarskrá frá upphafi en fyrir breytingar á stjórnarskráinni sem gerðar voru með stjskl. nr. 97/1995 var hann aðeins tryggður munaðarlausum börnum eða þeim er ættu efnalitla foreldra.
    Ólíkt flestum öðrum ákvæðum mannréttindakafla stjórnarskrárinnar hefur lítil sem engin dómaframkvæmd verið um þann rétt sem í ákvæðinu felst. Rakin verður forsaga ákvæðisins og markmið réttar til menntunar í íslenskri stjórnarskrá með það að markmiði að kanna hvort lágmarksinntak felist í þeim rétti og þá hvaða kröfum löggjöf um þann rétt er í ákvæðinu felst verður að lúta. Óhjákvæmilega verður að fjalla um þróun mannréttindahugtaksins þar sem efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hafa lengst af ekki verið talin geta falið í sér efnisleg réttindi sem hægt væri að byggja rétt á heldur væru þau aðeins stefnuyfirlýsingar.
    Í 2. kafla verður gerð grein fyrir forsögu ákvæðis um menntun og fræðslu í stjórnarskrá. Verður jafnframt gerð grein fyrir upphafi skipulagðrar fræðslu á Íslandi og í Danmörku sem verkefnis ríkisvaldsins til að gera grein fyrir ríkjandi stefnum og straumum um það leyti sem stjórnarskráin frá 1874 tók gildi. Í 3. kafla verður gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á stjórnarskránni með stjskl. nr. 97/1995 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður og færður til nútímahorfs. Með þeim breytingum voru ákvæðin tengd alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hafði þá fullgilt og undirgengist að þjóðarétti og leiddu þær til breyttra skýringaraðferða Hæstaréttar. Í 4. kafla ritgerðarinnar verður því fjallað um þau ákvæði alþjóðasáttmála sem áhrif geta haft á inntak réttar til menntunar, annars vegar 13. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem fjallar ítarlega um skyldur ríkja til að uppfylla réttinn til menntunar og hins vegar 28. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Að auki verður vikið að þýðingarmiklu ákvæði 2. gr. 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu um að engum manni megi synja um rétt til menntunar og tengsl hugsana- skoðana og trúfrelsis við rétt til menntunar og afskiptarétts foreldra af menntun.
    Í 5. kafla verður gildissvið og inntak 2. mgr. 76. gr. stjskr. greint í ljósi ályktanna í fyrri köflum og íslensk löggjöf könnuð. Verður kastljósinu beint að þeim menntastofnunum sem taldar eru falla innan gildissviðs 2. mgr. 76. gr. stjskr. Dregin verður ályktun af þessari athugun um inntak 2. mgr. 76. gr. stjskr. í lokakafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttur til almennrar menntunar samkvæmt 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar - lokaútgáfa til prentunar Lif G.G..pdf857.02 kBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Forsíða -Líf.pdf30.78 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna