is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1776

Titill: 
  • „Auddað geeeeggt kreisí mál skoh” : staða ritmáls unglinga í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2008. Í henni er breytileiki tungumála skoðaður frá ýmsum sjónarhornum auk þess sem íslensk málsaga og málstefna eru skoðaðar lítillega. Niðurstöður rannsóknar á stöðu ritmáls unglinga eru settar fram en þær eru byggðar á ritsýnishornum 122 unglinga í 7. og 9. bekk þriggja grunnskóla á Akureyri. Ákveðin atriði voru skoðuð í ritmálinu og má þar helst nefna þætti sem rekja má til notkunar á ýmiskonar tjáskiptaforritum eins og til dæmis msn. Einnig var notkun nemenda á nokkrum almennum málfræði- og málnotkunaratriðum skoðuð. Þeim nemendum sem tóku þátt í rannsókninni var skipt í tvo hópa til samanburðar, annars vegar þá sem unnu á tölvur og hins vegar þá sem handskrifuðu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þau atriði sem rekja má til áhrifa frá notkun tjáskiptaforrita voru til staðar hjá báðum hópum, það er hjá þeim sem unnu á tölvur og þeim sem handskrifuðu. Þessi áhrif voru í flestum tilfellum meiri hjá stúlkum en drengjum en hvað varðar óhefðbundna notkun þeirra almennu málfræði- og málnotkunaratriða sem skoðuð voru kom í ljós að þar voru drengir alla jafna í meirihluta. Sérstaka athygli vöktu frávik frá almennum reglum í notkun á stórum og litlum staf hjá báðum kynjum og báðum aldurshópum.
    Ritgerð þessi er unnið í þeirri von um að niðurstöður hennar megi nýta til að varpa ljósi á þá þætti sem koma verst út þegar ritmál unglinga er skoðað. Auk þess er markmiðið að vekja kennara, foreldra og alla þá er áhuga hafa á íslensku máli til umhugsunar um mikilvægi þess að sporna við utanaðkomandi áhrifum á íslenskt ritmál.

Samþykkt: 
  • 24.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stada.ritmals.unglinga.pdf1.03 MBOpinn"Staða ritmáls unglinga í nútímasamfélagi"-heildPDFSkoða/Opna