is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17771

Titill: 
  • Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Áhrif samstarfs á lýðræði og hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra innan byggðasamlaga og með samstarfssamningum. Samstarf sveitarfélaganna á rannsóknarsvæðinu er umfangsmikið og verulegur hluti af skatttekjum margra sveitarfélaganna, og þá helst þeirra minnstu eða fámennustu, rennur til samstarfsverkefna.
    Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að kanna hvort lýðræðishalli væri á samstarfi sveitarfélaganna á þessum landsvæðum sem leiðir af því að þau leysi verkefni sín innan byggðasamlaga og/eða með samstarfssamningum og hins vegar hvort slíkt samstarf leiði til hagkvæmari reksturs samstarfssveitarfélaganna.
    Meirihluti sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra upplifir samstarf sveitarfélaga ekki sem lýðræðishalla. Í ljósi umræðu um lýðræðishalla, svara úr spurningakönnun og skriflegum athugasemdum sem fylgdu svörunum auk viðtala við reynslumikla sveitarstjórnarmenn er ljóst að samstarf sveitarfélaganna á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra ber þess merki að lýðræðishalli geti verið fyrir hendi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru hins vegar ekki afgerandi og því er ekki hægt að svara með óyggjandi hætti hvort lýðræðishalli sé til staðar eða ekki á samstarfi sveitarfélaganna á rannsóknarsvæðinu.
    Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra telja að samstarf hafi leitt til hagkvæmari reksturs sveitarfélags þeirra.
    Heildarniðurstaða rannsóknarinnar er sú að samstarf sveitarfélaga er hagkvæmt frá rekstrarlegum og þjónustulegum sjónarmiðum en óvíst er hvort það samstarfi leiði til lýðræðishalla og þar með skerðingu á lýðræði að áliti sveitarstjórnarmanna á rannsóknarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞórirSveinssonMPAritgerð2014.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.