is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17784

Titill: 
  • Frelsi eða forsjá. Bann við hnefaleikum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglulega hafa heyrst gagnrýnisraddir, og þess verið krafist að fá lögum um hnefaleika breytt. Það er mat sumra að hnefaleikar eigi að vera bannaðir hér á Íslandi vegna hættu á heilaskaða, sumir vilja banna hnefaleika alfarið og enn aðrir vilja banna höfuðhögg. Í þessari ritgerð verður rætt um frelsi einstaklingsins, eins og það kemur fram í verki John Stuart Mill, Frelsið. Út frá frelsinu er kannað hvort möguleikinn á ástundun hnefaleika feli jafnvel í sér nauðung, eða hvort vert sé að draga sjálfstæði þeirra sem vilji stunda hnefaleika í efa. Að auki er skoðuð siðferðisleg hlið málsins. Að lokum verður greint frá löggjöf Íslendinga um hnefaleika og hvernig hún kom til, jafnframt því að umræður á Alþingi í aðdraganda tveggja lagasetninga eru dregnar saman og það kannað hvernig þær standist fyrrgreindar kenningar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ekki sé réttlætanlegt að banna hnefaleika hér á Íslandi út frá kenningum Johns Stuarts Mills um frelsi

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frelsi eða forsjá.pdf387.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna