is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17821

Titill: 
  • Sameiningaráhrif fjölmiðlahátíða. Athugun á kenningu um „Media events“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 1992 kom út bók sem ber heitið Media Events, the live broadcasting of history eftir Daniel Dayan og Elihu Katz. Bókin fjallar um sérstöðu beinna sjónvarpsútsendinga af ýmsum merkisatburðum, hvort sem um ræðir viðhafnar- eða stjórnsýslulegar athafnir.
    Í ritgerðinni er skilgreining þess hvað telst sem media event eða fjölmiðlahátíð skoðuð og athugað hvort slíkur viðburður geti verið sé á höndum smáríkja jafnt sem stórvelda. Þá eru vinsælustu íslensku útsendingarnar skoðaðar út frá þeim skilgreiningaratriðum sem þeir Dayan og Katz setja fram.
    Við rannsóknina er stuðst við gögn frá rannsóknarfyrirtækinu Capacent auk lítillega unnina gagna frá Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Rannsóknin leiðir í ljós að breyttir tímar hafa haft áhrif á hugmyndina um media event sem reynist að sumu leyti vera barn síns tíma, sér í lagi ef áherslan er lögð á sameiningaráhrif beinna útsendinga. Þá gerir þröng skilgreining þess hvað telst sem media event það að verkum að fáir sjónvarpsviðburður smáríkja geta talist til fjölmiðlahátíða.

Samþykkt: 
  • 6.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
malokmediaevent2014.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna