is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17851

Titill: 
  • Neikvæð áhrif skilnaða á börn og leiðir foreldra til að draga úr þeim
  • Titill er á ensku The negative effects of divorce on children and ways in which parents can reduce them
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildaritgerð þessi er lokaverkefni nemanda til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða neikvæðu áhrif skilnaður foreldra getur haft á börn og hvað foreldrar geta gert til að draga úr þeim áhrifum. Börn fráskilinna foreldra eru líklegri en önnur börn til að eiga við andlegan, námslegan og félagslegan vanda að stríða. Aldur og þroski barna spila stórt hlutverk í viðbrögðum þeirra við skilnaði en flest börn fara í gegnum ákveðið kreppu- og sorgarferli. Niðurstöður leiða í ljós að það sé ekki skilnaðurinn einn og sér sem hefur þessi neikvæðu áhrif heldur eru það allar breytingarnar sem verða á lífi barnanna eftir skilnaðinn og hvernig staðið er að málum. Það sem getur haft hvað mest neikvæð áhrif eru; flutningar barna í annað húsnæði og jafnvel skóla, breytingar á efnahag fjölskyldunnar, minni samvistir barna við foreldið sem flytur út af heimilinu, deilur foreldra, stofnun stjúpfjölskyldu og skortur á foreldrasamvinnu.
    Til að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaða á börn er mikilvægt að foreldrar haldi áfram að sinna foreldrahlutverkinu og vinni saman að málefnum sem snerta bæði hagsmuni og velferð barna sinna. Leggja þarf allan ágreining og deilumál til hliðar en það eykur á vanlíðan barna að verða vitni að eða dragast inn í vandamál foreldranna. Einn veigamesti þátturinn í því að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaða á börn er að stuðla að góðri og reglulegri umgengni barnsins við umgengnisforeldri. Þegar þessum atriðum er fylgt eiga börn auðveldara með að aðlaga sig breyttum aðstæðum og eru fljótari að jafna sig eftir skilnað.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð tilbúin til prentunnar - GG.pdf474.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna