is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17853

Titill: 
  • Samanburður á íslensku og kínversku samhljóðakerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til B.A.-prófs í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka hvaða helstu erfiðleika Kínverjar glíma við þegar þeir eru að læra íslensk samhljóð, því til stuðnings kynni ég og ber saman kínverskt og íslenskt samhljóðakerfi.
    Við samanburð samhljóðakerfanna hef ég komist að því að til eru ýmis sambærileg samhljóð í þessum tveimur tungumálum, eins og lokhljóð, nefhljóð, hliðarhljóð o.s.frv., meira að segja eru sum hljóð í þessum tumgumálum alveg eins. En stór hluti samhljóða í þessum tungumálum eru gjörólík, t.d.eru tvinnhljóð til í kínversku en þau eru ekki merkingargreinandi í íslensku, rismælt hljóð er ekki til í íslensku og sveifluhljóð er ekki til í kínversku. Þá er uppbygging atkvæða ekki heldur alveg eins, og samhljóðaklasar ekki til í kínversku.
    Ég kem inn á það að tilfinnanlega vanti fleiri og magvíslegri hjálpargögn bæði fyrir íslenskukennara og líka fyrir nemendur svo að þeir átti sig betur á við hvaða framburðarerfiðleika þeir eru að glíma. Það væri gott ef málanemar bæru saman hljóðkerfi móðurmáls síns og markmálsins en með því fyndu þeir hvaða mismunur er hvaða mismunur er á hljóðum í tungumálunum tveimur til þess að átta sig á hverjir veikleikar þeirra eru en með því myndu þeir ná betri tökum á íslenskum framburði.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Soffiamai_lok.pdf823.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna