is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17911

Titill: 
  • „…þegar þeim líður illa...þá gerist ekkert í náminu.“ Upplifun náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum af notkun Baujunnar
  • Titill er á ensku „…when they are in emotional distress ... no schoolwork gets done.“ The experience of career counselors in compulsary schools of using the Buoy as an intervention
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum af notkun aðferðar Baujunnar. Baujan er aðferð til að vinna með tilfinningavanda ráðþega. Einnig var markmið að kanna kenningarlegan grunn Baujunnar og hverjar væru forsendur vals náms- og starfsráðgjafa á aðferðinni. Baujan er sjálfsstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningastjórnun og slökunaröndun. Rúmlega 100 náms- og starfsráðgjafar hafa sótt fag¬námskeið Baujunnar frá árinu 2003. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem gerðar voru þátttökuathuganir og tekin viðtöl við sjö náms- og starfsráðgjafa sem nýta sér, eða hafa nýtt sér aðferð Baujunnar í starfi sínu í grunnskóla. Helstu niðurstöður voru þær að upplifun og reynsla náms- og starfsráðgjafa á notkun Baujunnar í starfi var jákvæð. Áberandi var hve margir höfðu bætt einhverju við aðferðina eða nýttu hana ekki í heild, heldur nýttu úr henni það sem þeim fannst árangursríkast. Kenningarlegur grunnur Baujunnar virtist yfirleitt ekki skipta máli og töldu flestir þátttakendur að hún væri sprottin af persónulegri reynslu höfundar og starfsreynslu, s.s. leiklist og slökunartækni. Algengasta forsenda vals á Baujunni var skortur á öðru námsefni sem fæst við sjálfsstyrkingu og mál sem eru tilfinningalegs eðlis. Einnig voru ábendingar annarra innan stéttarinnar algeng forsenda fyrir vali á aðferðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to get an insight into school and career counselor´s experience in using the Buoy; an intervention in emotinal work with children in compulsory schools in Iceland. Another aim was to investigate the theoretical basis of the intervention and the reasons why school and career counselors chose it as an intervention. The Buoy is a self-enhancement approach based on emotional introspection and relaxation through breathing. From the year 2003, more than 100 career counselors in Iceland have attended professional training courses on he Buoy. This is a qualitative study with both participant observations and interviews with seven counselors who use, or have used the Buoy intervention. Results indicate that the experience of the counselors using the intervention, was positive. A prominent result was that most participants in the study had added something to the intervention or did not used its entity as reccomended. Among the counselors, theoretical background of the Buoy did not seem to matter much and most participants thought that it originated from the author´s personal experience and drama and relaxation techniques career. The most common reason for choosing this intervention, was the lack of teachingmaterials for working on emotions and because other school and career counselors reccomended the intervention.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Ólafsdóttir - Meistararitgerð.pdf1.53 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna