is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17919

Titill: 
  • Hljómfall hins opinbera. Greining á tónlistarspilun útvarpsrása ríkisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að greina tónlistarspilun á útvarpsrásum ríkisins, Rás 1 og Rás 2, með það að markmiði að komast að því hvaða tónlistarstefnur væru þar mest áberandi, hvert væri hlutfall innlendrar og erlendrar tónlistar, og hvert kynjahlutfall flytjenda og höfunda tónlistarinnar væri. Farið var yfir lista STEF um spiluð lög frá báðum rásum vikuna 3. - 9. febrúar 2014 og lög flokkuð eftir áðurnefndum þáttum. Þá var efnið sett í samhengi við kenningar í fjölmiðlafræði, kenningar um hlutverk tónlistar og almannaútvarps og sögu Ríkisútvarpsins. Helstu niðurstöður eru þær að hlutfall kvenna sem flytjenda og höfunda tónlistar er mjög lágt, í úrtaksvikunni voru meira en 70% flytjenda og yfir 80% höfunda laganna karlar. Þá spilar Rás 2 nánast einungis popptónlist, meðan á Rás 1 var þriðjungur laga af klassískum toga og rúmlega 10% töldust til djasstónlistar. Hlutfall innlendra og erlendra flytjenda var nokkuð jafnt á báðum rásum en hlutfall erlendra höfunda var eilítið hærra en innlendra.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study was to get an overview of the music played in The Icelandic National Broadcasting Service two radio channels, Rás 1 and Rás 2. Songs played in the week 3. - 9. February 2014 on both channels were analyzed and categorized by musical genre, whether the performers and songwriters were domestic or foreign, or male or female. The subject was put into perspective by combining media studies with theories about the social role of music and the radio, while the origins of radio in Iceland and the history of the Icelandic National Broadcasting Service was told emphasizing its musical policy. The main results indicate that the songs played on both channels are overwhelmingly performed and composed by men; over 70% of the performers were male, while more than 80% of composers were male. Rás 2 plays almost exclusively pop music, while more than 30% of songs on Rás 1 are classical and about 10% jazz. The ratio of domestic to foreign performers was almost 50/50 for both channels, while approximately 60% of the composers were foreign.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð Roach Gunnarsson-Loka.pdf456.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna