is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17947

Titill: 
  • Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis á karlkyns þolendur í æsku
  • Titill er á ensku Consequences of sexual abuse on male victims in childhood
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fjallað verður um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku á kalskyns þolendur. Rannsóknir sýna að karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku eru líklegri en aðrir karlmenn til að glíma við miklar afleiðingar á fullorðinsárunum (Levine og Frederick, 1997).
    Samkvæmt Chaudoir og Fisher (2010) hafa rannsóknir sínt fram á að góður bati á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis geti unnist ef einstaklingar tala og/ eða skrifa um áfallið sem þeir urðu fyrir. Bæði bætir það andlegan líðan og dregur úr streitu ásamt því að það styrkir ofnæmiskerfið.
    Afleiðingar sem þolendur lifa með geta birst í mismunandi myndum, félagslegum, heilsufarslegum eða geðrænum. Heilsufarsleg vandamál sem geta komið upp eru meðal annars meltingartruflanir, öndunarerfiðleikar, kynsjúkdómar, ófrjósemi, þvagleki, taugaveiklun, svefntruflanir, skjálfti, doði og lost. Dæmi um geðræn vandamál eru þunglyndi, kvíði, áfallastreituröskun, persónuleikaraskanir, fælni, lágt sjálfsmat, skömm, sektarkennd og sjálf- eyðileggjandi hegðun.
    Á Íslandi eru úrræði fyrir karlkyns þolendur kynferðislegs ofbeldis af skornum skammti. Stígamót, Drekaslóð, Aflið og Sólstafir bjóða upp á ráðgjöf, einstaklingsviðtöl, hópavinnu og ráðgjöf fyrir aðstandendur. Bráðamóttaka Landspítalans er opin allan sólarhringinn og sinnir þolendum kynferðislegs ofbeldis. Einnig er hægt að fara í viðtalsmeðferð hjá meðferðaraðilum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka Loka BA- pdf.pdf669.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna