is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17987

Titill: 
  • Einmana, elskulegt skrímsli: Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í Bjólfskviðu fær lesandi að kynnast fornum heimi, heimi þar sem skrímsli og forynjur ógna lífi manna. Þegar Grendill og móðir hans eru skoðuð og kannað er hvernig þau hafa verið túlkuð í tímanna rás sést hversu mikil breyting hefur orðið á sýn manna á verur sem þessar. Í þeim fjölmörgu útgáfum sem til eru af kviðunni eru túlkanir á mæðginin jafn ólíkar og þær eru margar. Menningin breytist og þróast með tímanum, og það gera óvættir líka. J.R.R. Tolkien var einna fyrstur til að benda á mikilvægi skrímslanna í Bjólfskviðu og gaf út ritgerðina Forynjurnar og fræðimennirnir sem kom út á íslensku árið 2013. Það rit verður notað ásamt verkum annarra fræðimanna er koma að skrímslum á einn eða annan hátt. Túlkun á Grendli í samtímaverkum er ólík kviðunni, hvort sem um bækur eða kvikmyndir er að ræða, en það er sú breyting sem orðið hefur á kvenskrímslum, eða móður hans sem er einkar áhugaverð. Móðir Grendils hefur breyst mikið síðan á tíundu öld og verður verk Barböru Creed The Monstrous-Feminine (1993) notað til greiningar á henni. Nokkur ólík verk frá ólíkum tímum verða tekin til greiningar hér og skoðað hvernig sýn á verurnar breytist með nýrri kynslóð og breyttri stöðu kvenna.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Túlkun á Grendli1.pdf325.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna