is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17988

Titill: 
  • Samstarf heimilis og skóla. Börn sem búa á tveimur heimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • BA ritgerð þessi er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við skólafélagsráðgjafa í grunn og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin var unnin sem lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf og markmið hennar að kanna hvort samstarf heimilis og skóla taki mið af þeirri staðreynd að fjöldi barna í skólum eigi foreldra á tveimur heimilum og í mörgum tilfellum einnig stjúpforeldra. Fyrri rannsóknir á samstarfi heimilis og skóla sýna að það er mikilvægt að samvinnan sé góð og hún er öllum börnum mikilvæg þar sem hún stuðlar að betri líðan og auknum árangri í námi.
    Rannsóknarspurningin er: Tekur samstarf heimilis og skóla mið af þeirri staðreynd að sumir nemendur eiga foreldra á tveimur heimilum og þáttöku stjúpforeldra þar sem þeirra nýtur?
    Samkvæmt þessari rannsókn tekur samstarfið ekki mið af fjölskyldum barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum og eru mörg hver í stjúpfjölskyldu. Þörf er á meira samstarfi við þessi heimili og skýrari vinnureglum hvað þau varðar því samskiptin eru í dag háð hentistefnu samkvæmt viðmælendum rannsóknarinnar. Einnig kom fram í rannsókninni að skólafélagsráðgjafar og námsráðgjafar eru tilvaldir til þess að leiða breytingar á þessu sviði. Skoðaðar voru rannsóknir, fræðsluefni og kenningar um stjúpblindu og seiglu ásamt kerfiskenningu rannsókninni til stuðnings.
    Ekki er hægt að yfirfæra þessar niðurstöður á alla skóla á landinu en þær gefa þó mikilvæga vísbendingu um ástandið og ástæða er til að rannsaka það betur svo tryggja megi hagsmuni barna eins og kostur er. Til þess að auka gæði samstarfs heimilis og skóla í þessum tilfellum leggur rannsakandi til að settar verði vinnureglur og að skráning í tölvukerfin Mentor og Innu verði gerð skýrari.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil Sum börn eiga foreldra og stjúpforeldra á tveimur heimilum.pdf716.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna