is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17996

Titill: 
  • Týndu börnin í fjölmiðlum: Áhættuþættir unglinga sem strjúka að heiman
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru áhættuþættir sem leiða til þess að börn strjúka að heiman. Markmið ritgerðarinnar er að veita innsýn í það hvað veldur því að börn strjúka að heiman og hvaða áhættuþættir geti orðið til þess. Í ritgerðinni var leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvers vegna strjúka börn að heiman og hvaða áhættuhegðun getur leitt til þess? Hvernig geta forvarnir og úrræði dregið úr því að börn strjúki að heiman? Fjallað var um kenningar um efnið, sem og innlendar og erlendar rannsóknir og hlutverk félagsráðgjafa í aðstæðum sem þessum. Skoðaðir voru þeir verkferlar sem fara í gang hér á landi þegar barn strýkur að heiman, hjá barnaverndarnefnd í Reykjavík, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og neyðarvistun Stuðla. Niðurstöður gefa til kynna að heimilisaðstæður, t.d. léleg samskipti við foreldra og áhugaleysi forelda, geti haft áhrif á það að börn strjúka að heiman. Vímuefnaneysla ungmenna getur einnig haft áhrif ásamt upplifun í skóla. Mikilvægur þáttur í forvörnum fyrir ungmenni sem strjúka að heiman er sá að foreldrar séu virkir í lífi þeirra, styðji þá og séu góðar fyrirmyndir. Jafningjafræðsla frá ungmennum sem áður hafa strokið að heiman getur einnig verið góð forvörn gegn stroki. Barnaverndaryfirvöld bjóða upp á margs konar úrræði fyrir börn sem leiðast út í áhættuhegðun og eru þessi úrræði nauðsynleg til þess að beina ungmennum aftur á rétta braut í lífinu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba- ritgerð Bryndís Hall og Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir.pdf775.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna