is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18011

Titill: 
  • Maðurinn einn er ei nema hálfur. Aldraðir og einmanaleiki
  • Titill er á ensku No Man is an Island. Loneliness among older People
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á einmanaleika aldraðra og þá áhættuþætti sem einmanaleika tengjast. Markmið skrifanna er að bæta við þekkingu þeirra sem starfa með öldruðum, ekki síst félagsráðgjafa. Skrifin byggjast í meginefnum á ritrýndum innlendum og erlendum fræðigreinum, fagbókum og tölulegum upplýsingum. Svara verður leitað við rannsóknarspurningunni: Hverjir eru helstu áhrifaþættir einmanaleika aldraðra?
    Niðurstöður gefa til kynna að áhrifaþættir einmanaleika séu margir og oft samverkandi þættir. Helstu áhrifaþættirnir eru: Aldur, andleg og líkamleg heilsa, búsetuhagir, kyn og félagstengsl.
    Andstætt því sem margir virðast halda sýna rannsóknir fram á tengsl milli hækkaðs aldurs og minni einmanaleika. Það að vera heilsuveill eykur líkur á einmanaleika meðal aldraðra, sérstaklega andleg vanheilsa eins og þunglyndi. Búsetuhagir hafa áhrif á einmanaleika aldraðra og þeir sem búa einir eru líklegri til þess að vera einmana heldur en þeir sem búa með maka, börnum eða ættingjum sínum. Kyn er einnig áhrifaþáttur en flestar rannsóknir sýna að konur eru meira einmana en karlmenn. Margir telja að ástæðan sé sú að þær lifa lengur og missa því frekar maka sína og heilsu. Þá eru félagstengsl stór áhrifaþáttur einmanaleika hjá öldruðum.
    Þegar fólk eldist glatast náin sambönd og erfitt er að fylla upp í þau skörð. Fólk upplifir gjarnan einmanaleika og hlutverkamissi. Félagslegur stuðningur skiptir þá miklu máli, sér í lagi stærð, gerð og gæði félagstengsla. Á heildina litið virðist einmanaleiki ekki algengur hjá öldruðum. Þó má ekki gleyma að það er til staðar hópur sem finnur fyrir einmanaleika og huga verður að líðan hans og lífsgæðum. Með aukinni vitneskju um málefnið og einstaklingsbundinni þjónustu er hægt að finna viðeigandi úrræði og bjargir.
    Lykilorð: Aldraðir, einmanaleiki, félagsleg einangrun, öldrunarfræði, öldrunarþjónusta, félagsráðgjöf

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ SKEMMAN.pdf478.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna