is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18019

Titill: 
  • Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum: Áhættuþættir ofbeldismanna og skýringar á beitingu þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erfitt getur verið að skilja þær ástæður sem liggja að baki þess að karlar beiti maka sína ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er heilsufarsvandamál sem má sjá hvar sem er í heiminum. Í þessari heimildarritgerð verða aðstæður og einkenni ofbeldismanna skoðaðar til að reyna að fá nánari skilning á þessum vanda. Farið verður yfir sex fræðilegar kenningar sem skýra ofbeldi og áhættuþáttum lýst sem geta aukið líkur á ofbeldishneigð. Niðurstöður rannsókna og fræðilegra greina benda til þess að áfengis- og vímuefnanotkun er ein helsta ástæða þess að karlar beita konur sínar ofbeldi og er neyslan þá oft samfara öðrum þáttum eins og geðrænum kvillum til dæmis. Einnig virðist ofbeldi í æsku auka líkur á beitingu þess seinna meir.
    Sjónum var jafnframt beint á þær afleiðingar sem paraofbeldi getur haft á þolendur þess. Þær konur sem eru beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu maka síns upplifa yfirleitt andlegt ofbeldi í kjölfarið. Andlegt ofbeldi getur þá annað hvort verið samfara eða undanfari þess líkamlega. Líkamlegir verkir er algengasta form líkamlegra afleiðinga en skömm, þunglyndi, kvíði og ótti kom oft í ljós þegar sálrænar afleiðingar voru skoðaðar.
    Markmið með heimildarritgerð þessari var að reyna að skoða rót ofbeldis í nánum samböndum og ástæður sem liggja á bak við vanda sem þennan. Með því að finna tengsl sameiginlegra þátta sem leiða til obeldis geta fagaðilar sett sérstaka áherslu á þá þætti í forvarnarstarfi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir, afleiðingar og úrræði ofbeldis í nánum samböndum getur jafnframt opnað augu þolanda þess og stuðlað að öruggari og heilbrigðari samböndum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_BA_bryndisgudmundsdottir.pdf719.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna