is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18032

Titill: 
  • Máltaka og tvítyngi. Um máltöku og málþroska ein- og tvítyngdra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalumfjöllunarefni ritgerðarinnar er máltaka og málþroski ein- og tvítyngdra barna. Leitast verður við að finna og útskýra muninn á málþroska ein- og tvítyngdra barna en einnig verður fjallað um þrítyngi og einkenni þess. Í ritgerðinni verður fjallað um hinar ýmsu skilgreiningar tvítyngis en fræðimenn hafa sett fram margar og ólíkar kenningar á hugtakinu. Einnig verður rætt um hvernig mannsheilinn og málstöðvar innan hans eru búnar undir að læra tungumál en rannsóknir hafa sýnt að maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að nema tungumál. Þá verða fyrstu mánuðir í máltöku barna skoðaðir en það er undravert hve börn eru fljót að ná tökum á svo flóknu reglu- og táknkerfi sem tungumál er.

    Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að tvítyngd börn sem læra tvö tungumál samhliða læra þau á svipaðan hátt og eintyngd börn tileinka sér móðurmál sitt. Einnig virðist almennur þroski, vitsmunaþroski, félagsskilningur og samskiptahæfni ein- og tvítyngdra barna vera sambærilegur. Sannað hefur verið að tvítyngi sem slíkt veldur ekki málþroskaröskunum né eykur á alvarleika slíkra raskana. Það er vert að nefna að rannsóknir hafa ekki bent til þess að málþroskaraskanir standi í beinum tengslum við það að börn séu tvítyngd.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þiðrik-samsett-ritgerð.pdf640.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna