is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18041

Titill: 
  • Mjaðmagrindarbrot meðhöndluð á Landspítala 2008-2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mjaðmagrindarbrot orsakast yfirleitt af háorkuáverka hjá yngra fólki og lágorkuáverka hjá öldruðum. Þessum brotum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í samanburði við mjaðmarbrot (lærleggshálsbrot/lærhnútubrot) en margt bendir til að þau hafi verið verulega vanmetin m.t.t. afleiðinga fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna umfang, eðli og afleiðingar mjaðmagrindarbrota.
    Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem mjaðmagrindarbrotnuðu og voru meðhöndlaðir á Landspítala árin 2008-2012. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 greiningum á mjaðmagrindarbrotum og skráður var fjöldi brota, aldur, kyn, orsök og staður áverka og legutími á LSH. Notuð var lýsandi tölfræði og t-próf, kí-kvaðrat próf , fervikagreining og Kruskal-Wallis próf við samanburð, miðað var við p<0,05 fyrir tölfræðilega marktækni.
    Niðurstöður: Alls voru 443 einstaklingar sem mjaðmagrindarbrotnuðu á þessu tímabili, þar af voru 314 konur (70,9%) og 129 karlar (29,1%). Algengast var að brotna á lífbeini, 246 brot (55,5%). Meðalfjöldi brota á ári var 88,6 og engar áberandi sveiflur eftir mánuðum sáust (p=0,9). Meðalaldur sjúklinga var 69,9 ár (bil 9-104) yfir allan hópinn, 75,5 ár hjá konum og 56,2 ár hjá körlum. Lágorkubrotin (eftir fall úr 1 m eða minna) voru samtals 325 (73,4%) og háorkubrotin voru 114 (25,7%). Af lágorkubrotunum voru konur 81,8% og karlar 18,2% (p<0,0001) og af háorkubrotunum voru konur 39,5% og karlar 60,5% (p=0,03). Hlutfall þeirra sem lögðust inn á LSH var 70,7%, meðallegutími var 21,4 dagar og miðgildi 14,7 dagar. Af þeim sem fengu háorkubrot voru 82,5% lagðir inn en 66,2% þeirra sem fengu lágorkubrot (p=0,002). Einnig var miðgildi fjölda legudaga hærri hjá háorkubrotum heldur en lágorkubrotum (p=0,003).
    Ályktun: Mjaðmagrindarbrot eru algengust hjá eldri konum og þær brotna mun oftar við lágorkuáverka. Karlar brotna hins vegar frekar við háorkuáverka og hafa lægri meðalaldur við brot. Stærsti hluti þeirra sem brotna leggst inn á Landspítalann til verkjastillingar og hreyfimeðferðar. Flestir aldraðir geta ekki bjargað sér sjálfir eftir brotin og þurfa þess vegna að liggja lengi inni. Mjaðmagrindarbrot eru ekki jafn algeng og mjaðmarbrot en hafa verulegar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir þjóðfélagið.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mjaðmagrindarbrot.pdf457.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna