is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18091

Titill: 
  • Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn. Sjálfsmynd unglinga og klámvæðingin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsmyndin (e. Self – Concept) mótast af upplifun og mati hvers einstaklings á því hver hann er og hvernig hann passar inn í umhverfið sitt.
    Sjálfsmynd unglinga hefur mikið verið rannsökuð og skoðuð, það sama má segja um klámvæðinguna (e. Pornification). Hugtakið klámvæðing er notað í þeim tilgangi að lýsa því þegar klám birtist í daglegu lífi til dæmis í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl. Breytingarnar sem einstaklingur gengur í gegnum á unglingsárunum eru miklar og mótun sjálfsmyndar í stöðugri vinnslu á þessum tíma.
    Það hefur orðið bylting í upplýsingagjöf á síðustu árum og unglingar fljótir að tileinka sér og ná góðri færni í að nýta sér nýja tækni. Klámvæðingin er einn þáttur netvæðingarinnar, birtingarmynd klámvæðingarinnar er farin að smeygja sér inn í líf fólks án þess að það sé meðvitað um það og verða unglingar sennilega fyrir mesta áreitinu (Smidt, 2012).
    Markmið þessarar rannsóknar er að reyna varpa ljósi á það umhverfi sem unglingar alast upp við í dag. Hvaða upplýsingar þeir eru að fá úr klámvæddu umhverfi sínu og hvar þeir eru staddir í þroskaferlinu til þess að takast á við slíkar upplýsingar.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og fimm tónlistarmyndbönd innihaldsgreind. Grundaðri kenningu var beitt við úrvinnslu gagna og þau þemagreind. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á klámfengna birtingarmynd tónlistarmyndbandanna. Þegar þær niðurstöður eru bornar saman við fræðilegan hluta rannsóknarinnar og fyrri rannsóknir um þroskaskeið unglinga er það niðurstaða rannsakenda að unglingar eiga erfitt með að vinna úr þeim skilaboðum sem birtast þeim. Þessar upplýsingar í umhverfi unglinga geta valdið því að sjálfsmynd þeirra hljóti hnekki af.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF-Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn loka GNG og IDM pdf.pdf821.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna