is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18106

Titill: 
  • Vægi matsgerða dómkvaddra matsmanna í einkamálum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vægi matsgerða dómkvaddra matsmanna í einkamálum. Í VII.-X. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er að finna tæmandi talningu á þeim gögnum sem notuð eru við sönnun í einkamálum. Matsgerðir dómkvaddra matsmanna eru þar á meðal og megintilgangur þeirra er að fá álit eða skoðun frá óháðum manni sem hefur nauðsynlega kunnáttu á því sviði sem matið nær til. Þegar aðili hyggst óska eftir að dómkvaddur verður matsmaður eða eftir atvikum matsmenn leggur hann fram skriflega beiðni til dómara en þar þarf að koma skýrt fram hvað eigi að meta, hvar það er sem meta á og hvað aðili hyggst sanna með matinu, sbr. 1. mgr. 61. gr. laganna. Ef engir annmarkar eru á beiðninni mun dómari líklega samþykkja hana og dómkveða matsmann. Matsmaðurinn mun svo boða til matsfundar þar sem aðilum er gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Að matsfundi loknum semur matsmaðurinn rökstudda matsgerð. Sé aðili ekki sáttur við matsgerðina getur hann krafist þess að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma yfirmat, en yfirmatið snýr eingöngu að þeim atriðum sem metin voru í undirmatinu og þurfa yfirmatsmenn alltaf að vera fleiri en undirmatsmenn. Dómari metur sönnunargildi matsgerða en það er háð frjálsu mati dómara hvaða vægi matsgerðir hafa í einkamálum, sbr. 1. mgr. 44. gr. laganna. Hins vegar ef litið er til dómaframkvæmdar má álykta að matsgerðir dómkvaddra matsmanna séu algeng sönnunargögn og vegi almennt þungt við sönnun einkamála. Sönnunargildi þeirra er þó háð því hvort matsgerðin sé rétt framkvæmd og hvort á henni séu nokkrir annmarkar sem kynnu að rýra trúverðugleika hennar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð (Elías).pdf421.45 kBLokaður til...15.05.2030HeildartextiPDF