is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1812

Titill: 
  • Leikskólastarf í skjóli skjálfta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvaða áhrif Suðurlandsskjálftarnir sumarið 2000 höfðu á leikskólastarf í Rangárvallasýslu. Skjálftarnir höfðu ákveðin samfélagsleg áhrif, skemmdir urðu byggingum og innanstokksmunum, fólk missti heimili sín, hræðsla greip um sig meðal íbúanna og þörf á áfallahjálp var mikil. Í fyrri hluta ritgerðarinnar fjalla ég um þessi samfélagslegu áhrif, ræði um fjölda- og áfallahjálp og skilgreini nokkur hugtök sem tengjast áfalli og áfallavinnu. Í síðari hlutanum fjalla ég um niðurstöður viðtala sem ég átti við starfsfólk tveggja leikskóla í Rangárvallasýslu um leikskólastarfið á þessum tíma. Atburðirnir höfðu vissulega áhrif á börn og fullorðna en þó minni en ætla mætti. Leikskólarnir virðast því hafa mætt þörfum barnanna til að vinna sig í gegnum það áfall sem Suðurlandsskjálftarnir höfðu þó það hafi ekki endilega alltaf verið með skipulögðum hætti. Það er athyglisvert að allir viðmælendur mínir hefðu viljað sá meiri aðkomu fagaðila inná leikskólana til stuðnings fyrir starfið.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 29.8.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.ed.pdf324.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna