is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18131

Titill: 
  • Ímynd Kaupfélags Skagfirðinga. Endurspeglar ímynd Kaupfélags Skagfirðinga þá raunmynd sem stjórnendur telja að félagið hafi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það getur verið erfitt að mæla fyrirtækjaímynd þar sem ímynd er margslungið hugtak. Í markaðsstarfi fyrirtækja verður að hugsa um ímyndina og hvernig á staðfæra sig á markaði. Fjallað er um helstu hugtök þegar kemur að markaðsstarfi, stjórnun vörumerkja og hvernig skal ná góðri fyrirtækjaímynd. Fyrirtæki í dag verða að vera á varðbergi, þar sem markaðurinn er hraður og getur verið erfitt að halda í viðskiptavininn. Með jákvæðri ímynd og sterkum tengslum við viðskiptavininn geta fyrirtæki staðið framar en samkeppnisaðilinn.
    Markmið þessarar ritgerðar var að skoða hvort stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga og íbúar Skagafjarðar væru með sömu sýn á félagið. Gerð var megindleg og eigindleg rannsókn til að fá „outside in“ sjónarmið frá íbúum Skagafjarðar og „inside out“ sjónarmið frá stjórnendum Kaupfélags Skagfirðinga. Þótt Kaupfélag Skagfirðinga sé stórt félag í litlu samfélagi er það mikilvægt fyrir félagið að hafa jákvæða ímynd.
    Niðurstöður úr rannsókninni leiða í ljós að það er ákveðið gap á milli sýnar stjórnenda og samfélagsins á Kaupfélagi Skagfirðinga. Hægt er að álykta út frá rannsókninni að skortur á upplýsingagjöf til viðskiptavina og lítill fréttaflutningur um Kaupfélag Skagfirðinga sé ein af ástæðum fyrir því að viðhorf stjórnenda og viðskiptavina er ekki það sama til félagsins

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.13 MBLokaður til...25.08.2100HeildartextiPDF