is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18140

Titill: 
  • „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Tilfinningalegt ofbeldi gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það var ekki fyrr en fyrir um 20 árum að tilfinningalegt ofbeldi var skilgreint sem einstök tegund ofbeldis og afleiðingar þess fengu aukna athygli meðal fræðimanna. Lengi vel töldu fræðimenn að tilfinningalegt ofbeldi væri aukaverkun annarra tegunda ofbeldis. Þar sem það skilur ekki eftir sig líkamlega áverka taldist það ekki jafn alvarlegt og líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birtingarmyndir tilfinningalegs ofbeldis eru margþættar. Ofbeldið felur ekki í sér líkamlega snertingu og er ekki endilega beitt af ásettu ráði. Tilfinningalegt ofbeldi getur verið dulið í uppeldisaðferðum foreldra, það getur átt sér stað í skólakerfinu af hálfu kennara og einnig er vitneskja barns af heimilisofbeldi almennt viðurkennt sem tilfinningalegt ofbeldi.
    Tilkynningar til barnaverndar gefa til kynna að á síðustu árum hefur orðin aukin vakning í íslensku samfélagi á tilfinningalegu ofbeldi gegn börnum, sem og heimilisofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt fram á langvarandi skaðlegar afleiðingar tilfinningalegs ofbeldis og er það talið undirliggjandi í öllum tegundum ofbeldis. Afleiðingarar geta birst í innhverfum vandkvæðum á borð við geðræn vandamál og úthverfum vandkvæðum á borð við áhættuhegðun og ofbeldishneigð. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á áhættuþætti og afleiðingar tilfinningalegs ofbeldis gegn börnum, hvernig slíkt ofbeldi getur ómeðvitað verið hluti af uppeldisaðferðum foreldra og hvaða barnaverndarúrræði eru í boði hér á landi.
    Lykilhugtök: Tilfinningalegt ofbeldi

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Félagsráðgjöf.pdf705.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna