is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18185

Titill: 
  • Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga: Áhættuhegðun og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga og ýmis mál sem tengjast því málefni. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvað áhættuhegðun er og hvað það er sem getur leitt til þess að unglingar byrji að neyta vímuefna ásamt því hvaða úrræði eru í boði þegar þeir og fjölskyldur þeirra þurfa á aðstoð að halda.
    Á unglingsárunum eiga miklar breytingar sér stað í lífi einstaklinga sem smám saman eru að þroskast frá því að vera börn, í að verða fullorðnir einstaklingar. Unglingsárin geta reynst einstaklingum erfið þar sem reynir á að taka sjálfstæðar ákvarðanir og freistingar og áhættur leynast víða. Samskipti og samvera með vinum skiptir meginmáli á unglingsárunum og þrýstingur vinahópsins getur haft áhrif á ákvarðanatöku unglinga þegar kemur að því að neyta vímuefna þar sem þeir vilja falla inn í hópinn.
    Í ljós kom að stærsti áhættuþátturinn varðandi það að unglingar byrji að neyta vímuefna er að vinir þeirra neyti þeirra. Einnig má nefna lítil samskipti og utanumhald frá foreldrum, lítinn stöðugleika á heimili, stefnuleysi unglinga og slæmt gengi í skóla. Þar að auki eru unglingar með ADHD líklegri en aðrir til að neyta vímuefna.
    Þegar unglingar leiðast út í neyslu á vímuefnum standa ýmis úrræði til boða. Þegar velja á úrræði fyrir einstakling eru hagsmunir hans hafðir að leiðarljósi og það úrræði valið sem talið er henta best hverju sinni.
    Félagsráðgjafar skipa gjarnan stórt hlutverk í meðferð unglinga, en þeir vinna oft í teymum þar sem þeir ásamt öðrum sérfræðingum vinna saman að lausn mála.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn Jónsdóttir.pdf748.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna