is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18225

Titill: 
  • Snjóframleiðsla í Bláfjöllum. Kostnaðar- og ábatagreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hafa sprottið upp hugmyndir að því að koma upp snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í ritgerðinni er lagt upp með að skoða snjóframleiðslu eins og hún hefur verið komið fram á öðrum skíðasvæðum og nýta þær upplýsingar til að meta hvort sá möguleiki sé fyrir hendi í Bláfjöllum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar var skoðað hvernig staðið er að rekstrarmálum á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Því næst var snjóframleiðsla skoðuð almennt, saga hennar um heim allan og á Íslandi auk þess sem tæknileg hlið snjóframleiðslu er útskýrð. Skoðaðar voru sögulegar hita- og rakatölur til að kanna hvort þau veðurfarslegu skilyrði sem snjóframleiðsla krefst væru til staðar á Bláfjallasvæðinu.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar var skoðuð snjóframleiðsla á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri til hliðsjónar, með það að markmiði að yfirfæra rauntölur þaðan á skíðasvæðið í Bláfjöllum. Þar á eftir var kynnt til sögunnar úttekt sem gerð var árið 2010 á mögulegu snjóframleiðslukerfi á afmörkuðu svæði í Bláfjöllum. Þessa úttekt var svo stuðst við í gerð á kostnaðar- og ábatagreiningu fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ef framkvæmdir yrðu hafnar á þessu ári. Gerðar voru núvirðisgreiningar á tekjuflæði fyrstu 10 áranna eftir standsetningu og þar að auki voru skoðuð fráviksdæmi m.v. hærri og lægri ávöxtunarkröfu og lakari tekjuþróun.
    Niðurstöður þess sem hér ritar er að það sé engin fjárhagsleg fyrirstaða fyrir því að fara í framkvæmdir á snjóframleiðslukerfi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-snjóframleiðsla.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna