is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18238

Titill: 
  • Gerir húmor gagn? Tengsl húmors, starfsánægju og tegundar fyrirtækis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Húmor hefur lítið verið rannsakaður í tengslum við mannauðsstjórnun. Margar greinar hafa verið skrifaðar um þetta viðfangsefni en fræðimenn telja ekki vera lagða jafnmikla áherslu á þetta líkt og gert er við aðra þætti mannauðsstjórnunar eins og t.d. starfsánægju.
    Megindleg könnun var lögð fyrir stjórnendur og starfsmenn þriggja fyrirtækja í ólíkum atvinnurekstri. Tvö af þessum fyrirtækjum eru einkarekin og það þriðja ríkisrekið. Markmiðið var að kanna hvort það myndi skipta stjórnendurna máli að nota húmor sem stjórntæki. Einnig var markmiðið að skoða hvaða gagn húmor gæti gert sem slíkt tæki og hvort tegund fyrirtækis skiptir máli þegar húmorinn er innleiddur í menningu þess. Út frá fræðunum var persónuleiki stjórnenda skoðaður og hvernig stjórnendur það eru helst sem eiga auðvelt með að tileinka sér þetta tæki og hvernig þeir geta notað það á uppbyggilegan hátt. Þetta var svo kannað hjá stjórnendum fyrirtækjanna þriggja sem tóku þátt og hvort þeir hefðu þessa eiginleika sem til þarf.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það skiptir stjórnendur fyrirtækjanna máli að hægt sé að nota húmor sem stjórntæki. Flestir þátttakendurnir nefndu að yfirmaður þeirra væri vingjarnlegur, hæfur og sanngjarn og hefði góðan húmor. Þetta eru allt eiginleikar sem stjórnandi þarf að hafa til að geta notað húmor sem stjórntæki á uppbyggilegan og árangursríkan hátt. Að mati langflestra þátttakendanna myndi húmor gagnast best sem stjórntæki til að auka eða bæta starfsánægju og einnig samskipti milli starfsmanna. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að tegund fyrirtækis á ekki að hafa áhrif þegar kemur að mikilvægi húmors sem stjórntækis.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Sigrún Alda.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna