is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1823

Titill: 
  • „Æfingin skapar meistarann“ : máltaka og málþroski ein- og tvítyngdra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um máltöku og málþroska ein- og tvítyngdra barna. Settar eru fram tvær rannsóknarspurningar, hver er munurinn á máltöku og málþroska ein- og tvítyngdra barna og hvað þurfa kennarar að vera meðvitaðir um í tengslum við málþroska og málörvun? Í ljós kom að lítill sem enginn munur er á máltöku og málþroska ein- og tvítyngdra barna og þann mun sem finna má er ekki hægt að rekja beint til tvítyngis. Kennarar verða að huga að mörgu þegar unnið er með málþroska og málörvun í leikskólum. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir mikilvægi málþroska fyrir almennan þroska barna og vera meðvitaðir um leiðir til að örva hann. Mikilvægt er að málörvun gangi sem rauður þráður í gegnum allt leikskólastarf og að börnin fái fjölbreytt tækifæri til að nota tungumálið. Allt umhverfi barna hefur áhrif á málþroska þeirra og kennarar verða að skipuleggja leikskólaumhverfið í samræmi við það.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 1.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
306fingin skapar meistarann.pdf347.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna