is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18253

Titill: 
  • ABS gæðastjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls: Hvernig hefur það reynst og verður það farsælt til framtíðar?
  • Titill er á ensku Alcoa Business System: What´s the experience and will it be beneficial for Fjardaal in the future?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari rannsókn er að skoða ferlamiðað ABS gæðastjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls og komast að því hvernig það hefur reynst. Einnig verður reynt að meta hvort það sé það stjórnunarkerfi sem verður árangsríkt til framtíðar fyrir Alcoa Farðaál. Hvort að það sé það stjórnunarkerfi sem muni halda fyrirtækinu á réttum stað á kostnaðarkúrfunni og tryggja samkeppnishæfni þess í því breytta landslagi sem orðið er á álframleiðslu heimsins.
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn er fræðilegur og hinn er rannsóknarhluti. Í fræðilega hlutanum er farið yfir uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins, ferlahönnun Michael Hammer og framleiðslukerfis Toyota, „Toyota Production System“.
    Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem tekin voru viðtöl við fimm stjórnendur hjá Alcoa Fjarðaáli. Markmiðið með rannsókninni var að fá fram hvernig viðmælendurnir mætu árangur stjórnunarkerfis fyrirtækisins fram til þessa og hvort þeir teldu það vera það verkfæri sem væri árangursríkt til framtíðar litið. Grunnur að fræðilegum hluta rannsóknarinnar var sóttur í bækur sem fjalla um eigindlegar rannsóknaraðferðir.
    Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir ýmsa vaxtaverki í upphafi þá hafi ferlamiðað ABS gæðastjórnunarkerfi verið fyrirtækinu farsælt fram til þessa og skilað því miklum ávinningi. Ekki er hægt að sjá annað en að þeir innbyggðu þættir og hvatar sem eru í ABS stjórnunarkerfinu muni skila fyrirtækinu eins miklum ávinningi og hægt er að búast við til framtíðar. Stjórnunarkerfið getur hvorki tryggt samkeppnishæfni fyrirtækisins né að það haldi sig á réttum stað á kostnaðarkúrfunni en það mun án vafa hjálpa til við það.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerðSigurðurGunnarsson0707694339.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna