is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18265

Titill: 
  • Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hafnir á Íslandi hafa áhrif á íslenska landsframleiðslu, rétt eins og öll önnur starfsemi og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða bein eða óbein áhrif. Í þessari ritgerð verður fjallað um hver bein og óbein áhrif íslenskra hafna eru. Einnig verður fjallað um leiðir fyrir hafnir til að bæta fjárhagsstöðu sína.
    Upplýsingar sem notaðar eru byggja á fyrirliggjandi gögnum frá opinberum aðilum. Mikið er stuðst við ársreikninga hafnasjóða og sveitarfélaga fyrir árið 2012 sem og gögn frá Hagstofu Íslands og Íslenska sjávarklasanum. Að auki er notast við SVÓT greiningu til að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri íslenskra hafna.
    Niðurstöðurnar sýna okkur að beint framlag íslenskra hafna er um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti er óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig.
    Margar hafnir standa illa fjárhagslega og ein helsta aðgerðin til að bæta fjárhagsstöðuna er með samvinnu eða sameiningu hafnasjóða. Með því má ná fram ákveðinni stærðarhagkvæmni og nýta aðföng, mannauð og tæki betur. Ýmis önnur tækifæri eru fyrir hendi eins og Norður-Atlantshafssiglingar, aukin auðlindavinnsla kringum landið, þjónusta við Grænland og aukinn fjöldi ferðamanna og skemmtiferðaskipa.
    Íslenskar hafnir eru hluti af grunninnviðum samfélagsins og hafa í gegnum áratugina haldið byggð í landinu. Enn þann dag í dag eru hafnir það sem heldur lífi í mörgum byggðarlögum þó svo að mikilvægi þeirra hafi minnkað á einhverjum stöðum. Það má með nokkurri vissu segja að íslenskar hafnir séu ein af lífæðum íslensks samfélags eins og við þekkjum það í dag og því er mikilvægt að hlúa að þeim og finna leiðir til að stuðla að betri fjárhagsstöðu og starfsemi.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna - lokaskjal.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna