is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18271

Titill: 
  • Sæstrengur til Bretlands. Fjármögnun og arðsemi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi getur verið framlag inn í þá upplýstu umræðu sem þarf að eiga sér stað um hvort og hvernig við Íslendingar viljum nýta þær orkuauðlindir sem við búum yfir. Slík umræða mun meðal annars fjalla um hvort leggja eigi sæstreng frá Íslandi til Bretlands og tengjast þannig öðrum raforkumarkaði.
    Það er mat höfundar að möguleg lagning sæstrengs til Bretlands sé líklega stærsta hagsmunamál sem íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Miðað við umfang og mikilvægi verkefnisins hefur að mati höfundar, ekki verið nægilega mikil umræða í samfélaginu um þá kosti og galla sem lagning sæstrengs hefur á samfélagið og hversu mikil og arðbær framkvæmdin getur verið.
    Höfundur hefur í ritgerðinni tekið saman heildarframkvæmdina sem þarf til að sæstrengur til Bretlands verði að veruleika. Heildarframkvæmdinni er skipt upp í fjögur aðskilin verkefni, sem öll þurfa þó að vinna saman sem ein heild þar sem þau hafa öll beinar tekjur af raforkusölunni til Bretlands. Verkefnin eru jarðvarmavirkjanir fyrir 600MW, vatnsaflsvirkjanir fyrir 600MW, lagning 400-500kV háspennulínu frá Suðvesturlandi til Suðausturlands og lagning 1200MW sæstrengs og tengimannvirki milli Íslands og Bretlands en einnig eru settar upp sviðsmyndir miðað við 900MW sæstreng og 1500 MW sæstreng.
    Niðurstaða höfundar er, að miðað við þá samninga sem breska ríkið er tilbúið að gera um kaup á vatnsaflsorku og jarðvarmaorku um þessar mundir, eru miklar líkur á því að heildarframkvæmdin sé mjög arðbær fyrir fjárfesta, orkufyrirtækin og íslenska ríkið.
    Höfundur setur það sem forsendu að fjármögnun verkefna sé með þeim hætti að þau standi sjálf undir sér og ekki þurfi að koma til ábyrgð íslenska ríkisins nema að litlu leyti.
    Niðurstöður höfundar benda til þess að heildarframkvæmdin við 1200 MW sæstreng geti kostað um 800 milljarða íslenskra króna, geti skilað ríkissjóði hundruðum milljarða íslenskra króna í skatttekjur og aðrar tekjur á næstu áratugum og jafnframt að arðsemi fjárfesta og orkuframleiðanda geti verið margföld sú arðsemi sem núverandi raforkusala er með á Íslandi.
    Það er niðurstaða höfundar að Ísland ætti að tengjast raforkumarkaði Bretlands sem fyrst.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.
Samþykkt: 
  • 14.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sæstrengur til Bretlands.pdf4.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna