is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18277

Titill: 
  • Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Viðhorf stjórnenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett á Íslandi árið 2010 og tóku gildi árið 2013. Þessi lög eru verkfæri stjórnvalda til að jafna stöðu kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja því þar er kveðið á um að lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórn skuli vera 40%. Skiptar skoðanir eru meðal kven- og karlkyns stjórnenda á hvort rétt sé að setja slík lög eða hvort það skuli lúta markaðslögmálum hver sé hæfasti einstaklingurinn í stjórn hverju sinni óháð kyni. Femínískar kenningar benda á að kynjamismun megi að mestu rekja til félagslegra orsaka þar sem staða kvenna mótast af viðhorfum samfélagsins og mismunandi hlutverkum karla og kvenna. Kynjamunur hefur verið notaður til að skýra mismunandi stjórnunarstíl karla og kvenna en einnig til að réttlæta að konur henti síður í stjórnunarstöður heldur en karlar. Stuðst verður við kenningar femínista og skoðuð tengsl þeirra við mismunandi stjórnunarstíl karla og kvenna.
    Í ritgerðinni er unnið úr eigindlegum viðtölum sem voru tekin við 10 stjórnarmenn sumarið 2011 um viðhorf til kynjakvóta í fyrirtækjum og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar. Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda á því hvort kynjakvótalögin væru réttlætanleg en þeir sem voru hlynntir lögunum nefndu t.d. að auka þyrfti fjölbreytni í stjórnum og breyta þyrfti karllægri menningu sem er til staðar innan fyrirtækja. Þeir sem voru á móti lögunum voru sammála um að auka þyrfti hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja en að ráða skyldi hæfasta einstaklinginn hversu sinni óháð kyni. Þeir sem voru á báðum áttum nefndu ástæður eins og kynjakvóti flýtti þróun en að lagasetning væri ekki rétta leiðin til þess og ætti því að vera tímabundið úrræði. Einnig kom fram að tengslanet karla virðist vera sterkara heldur en tengslanet kvenna sem skiptir máli við val í stjórnir fyrirtækja á Íslandi og því spurning hvort lagasetningin sé ekki nauðsynleg til að jafna hlut karla og kvenna. Lögin muni stuðla að jákvæðari þróun fyrir þjóðfélagið í heild sinni.

Samþykkt: 
  • 14.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jara Dögg Sigurðardóttir.pdf291.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna