is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18288

Titill: 
  • Mat á vöðvavirkni við notkun á álagsléttandi hnéspelku
  • Titill er á ensku Evaluation of muscle activity when using an unloader knee brace
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Slitgigt í hné er algengt vandamál sem veldur breytingum á virkni vöðva umhverfis hnéð. Dæmi um meðferð við henni er álagsléttandi hnéspelka sem auk þess að færa álagið af slitna liðfletinum yfir á þann heila er talin hafa áhrif á vöðvavirkni og samvirkni vöðva. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort vöðvavirkni umhverfis hné breytist við not á álagsléttandi hnéspelku við hraða göngu. Einnig að sjá hvort not á spelkunni hafi áhrif á tímasetningu mestu virkni tvíhöfðavöðva læris og hliðlæga víðfaðmavöðva í hverjum gönguhring.
    Aðferðir: Fengnir voru til mælinga 12 heilbrigðir einstaklingar, jafn margir af báðum kynjum, á aldrinum 20-30 ára. Vöðvavirkni var mæld með vöðvarafriti í sjö vöðvum umhverfis hné við hraða göngu á göngubretti. Hún var mæld við þrjú skilyrði, þ.e. án spelku, með spelku og kiðfótaraukandi strappa lausa og með spelku og kiðfótaraukandi strappa strekkta. Magn og tímasetning mestu vöðvavirkni hvers vöðva voru borin saman milli skilyrða.
    Niðurstöður: Það var marktækt aukin hámarks vöðvavirkni við not á spelkunni í miðlægum (p<0,001) og hliðlægum víðfaðmavöðva (p=0,0037). Enginn marktækur munur var á hámarks vövavirkni eftir því hvort kiðfótaraukandi strappar voru strekktir eða lausir. Engar marktækar breytingar urðu á virkni hinna fimm vöðvanna milli skilyrða. Hjá miðlægum víðfaðmavöðva var þó tilhneiging (ómarktæk) til minnkaðrar vöðvavirkni með strappa strekkta miðað við lausa. Tvíhöfðavöðvi læris virkjaðist marktækt fyrr (p=0,0014) með spelkuna en án hennar.
    Ályktun: Not á álagsléttandi hnéspelku veldur annað hvort engum breytingum á vöðvavirkni eða aukinni vöðvavirkni og stuðlar því ekki að vöðvarýrnun hjá heilbrigðum einstaklingum. Mögulega veldur spelkan minnkaðri samvirkni milli hliðlægs víðfaðmavöðva og tvíhöfðavöðva læris. Það hvort kiðfótaraukandi strappar á spelku eru lausir eða strekktir virðist ekki hafa áhrif á vöðvavirkni.

Samþykkt: 
  • 15.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð.pdf617.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna