is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18294

Titill: 
  • Áhrif styrktarþjálfunar á álagseinkenni við hnéskel: Með áherslu á fráfærsluvöðva mjaðma
  • Titill er á ensku The effects of strength training on patellofemoral pain syndrome: With emphasis on hip abductors
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Álagseinkenni við hnéskel eru algeng vandamál hjá fólki sem stundar reglubundna hreyfingu. Þetta er flókið vandamál, m.a. vegna fjölda áhættuþátta. Mörg meðferðarform hafa verið notuð við álagseinkennum við hnéskel, en illa hefur gengið að uppræta einkennin.
    Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvort styrktarþjálfun fyrir fráfærsluvöðva (e. abductors) mjaðma og fyrir alla vöðvahópa neðri útlima hafi áhrif í meðferð og forvörnum við álagseinkennum við hnéskel (e. patellofemoral pain syndrome).
    Algengi og áhættuþættir voru skoðaðir, sérstaklega í tveimur áhættuhópum, hjá konum og hlaupurum. Leitast var eftir að skoða rannsóknir sem könnuðu áhrif styrktarþjálfunar sem forvörn og meðferð. Æfingaáætlanir þessarra rannsókna voru skoðaðar og rýnt í þjálffræðilega þætti sem og val á æfingum.
    Samkvæmt þeim rannsóknum sem skoðaðar voru hefur styrktarþjálfun fyrir fráfærsluvöðva mjaðma og aðra vöðva neðri útlima jákvæð áhrif á álagseinkenni við hnéskel. Fáar en nýlegar rannsóknir eru til um styrktarþjálfun sem fyrirbyggjandi meðferð en niðurstöður lofa góðu. Óljóst er hvort að langtímaárangur sé af styrktarþjálfun sem meðferðarformi við álagseinkennum við hnéskel og er þörf á frekari rannsóknum á því efni.
    Okkar ályktun er sú að styrktarþjálfun nýtist sem hluti af heildrænni meðferð hjá einstaklingum með álagseinkenni við hnéskel. Mikilvægt er að útiloka ekki aðrar lausnir s.s. gönguþjálfun eða styrktarþjálfun fyrir kvið og bakvöðva. Hafa þarf í huga að fjölbreytt æfingaval skilar ekki síður árangri en sértæk meðferð fyrir einkennasvæðið. Lykilatriðið felst því í heildrænni og einstaklingsmiðaðri meðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    Patellofemoral pain syndrome is a common problem for people that are physically active. It is a complicated problem, because of its many risk factors in amongst of other factors. In amongst of other factors numerous treatments have been used with various results, seldom leading to a full recovery.
    The purpose of this essay is to research if strength training for the hip abductors and other muscles of the lower limbs is effective in treatment and prevention of patellofemoral pain syndrome.
    Etiology and risk factors were examined, focusing mainly on the following two risk groups, women and runners. The aim was to study the effect of strengthening exercises, both for treatment and prevention. The exercise programs of those researches were studied to gain knowledge on the exercise methods and to study which exercises were used in particular.
    According to the results of those researches, strength training for the hip abductors and other muscles of the lower limbs has a beneficial effect on patellofemoral pain syndrome. A limited amount, but newly published researches have examined strength training as a prevention treatment, with promising results. Long term effects of strength training as a treatment for patellofemoral pain syndrome is unclear and further research is needed.
    Our conclusion is that strength training can be used as a part of a comprehensive intervention in treatment for people with patellofemoral pain syndrome. It is however important, not to exclude other solutions such as gait retraining and strength training for abdominal and back muscles. It’s essential to keep in mind that diversity in exercises is just as important as symptomatic treatment alone. The key to success is therefore a comprehensive and individualized treatment.

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif styrktarþjálfunar á álagseinkenni við hnéskel_Með áherslu á fráfærsluvöðva mjaðma.pdf613.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna