is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1829

Titill: 
  • Allir á sama báti : samstarf leikskóla og foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á foreldrasamstarf og mikilvægi þess þegar kemur að börnum með þroskafrávik. Það er mikilvægt að gott samstarf sé á milli leikskóla og foreldra svo hægt sé að tryggja velferð barna. Margar erlendar rannsóknir og nokkrar sem gerðar hafa verið hérlendis sýna fram á það að í leikskólum og skólum þar sem gott foreldrasamstarf á sér stað getur það aukið sjálfstraust barna, námsárangur, áhuga, jákvætt viðhorf, ástundun og fleira. Það er því ljóst að til mikils er að vinna og æskilegt væri að allir leikskólar settu sér þau markmið að viðhalda góðu samstarfi við foreldra.
    Til þess að öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu var reynsla leikskólakennara og foreldra barna með þroskafrávik af foreldrasamstarfi í einum leikskóla könnuð. Tekin voru viðtöl við einn deildarstjóra og tvær mæður. Helstu niðurstöður viðtalanna voru að mjög gott foreldrasamstarf á sér stað innan leikskólans, ýmsar leiðir eru farnar í samstarfi og starfsfólkið leggur mikið upp úr því að bæði foreldrum og börnum líði vel innan leikskólans. Báðar mæðurnar lýstu yfir mikilli ánægju með samstarfið við leikskólann og því hvernig staðið er að málum barna þeirra.
    Lykilorð: Foreldrasamstarf.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 1.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanney - lokaritgerð.pdf323.07 kBLokaðurHeildartextiPDF
Heimildaskrá.pdf85.45 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna