is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18321

Titill: 
  • Virkni mikla þjóvöðva í tengslum við mjóbaksverki eða skilgreinda verki frá spjaldliðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í nútíma samfélagi eru mjóbaksverkir afar stórt heilsufarsvandamál sem birtist í því að 60-80% einstaklinga finna fyrir þeim einhvern tímann á ævinni. Mjóbaksverkir eru flókið fyrirbæri og því leita rannsakendur sífellt nýrra leiða við að greina rót þeirra og byggja rannsóknarspurningar sínar meðal annars á lífaflfræði stoðkerfis á verkjasvæðinu. Þannig hafa nýlegar rannsóknir beinst að mögulegum tengslum mjóbaksverkja við vöðvavirkni í mikla þjóvöðva og verki frá spjaldliðum. Tilgangur ritgerðarinnar var að draga saman niðurstöður rannsókna og komast að því hvort þær hafi hagnýtt gildi fyrir sjúkraþjálfara sem vinna að því að bæta meðferðarúrræði gegn mjóbaksverkjum. Leitað var svara við því hvort breytt virkni væri í mikla þjóvöðva hjá einstaklingum með mjóbaksverki eða skilgreinda verki frá spjaldliðum. Notuð var einfölduð útgáfa af kerfisbundinni samantekt sem byggði á leit í afmörkuðum gagnagrunnum með enskum lykilorðum úr rannsóknarspurningum. Allar rannsóknir sem leitin skilaði, sem fjölluðu um hugsanlega breytta virkni í mikla þjóvöðvanum hjá einstaklingum með verki í mjóbaki eða spjaldliðunum, voru teknar inn í verkefnið. Þátttakendur rannsóknanna voru konur og karlar frá 22-50 ára með verki í mjóbaki eða spjaldliðum. Fjórtán greinar voru teknar inn í samantektina og niðurstöður þeirra allra leiddu í ljós breytta virkni í mikla þjóvöðva hjá einstaklingum með mjóbaksverki og skilgreinda verki í spjaldlið. 13 af 14 sýndu fram á skerta virkni, lengri viðbragðstíma, skert þol eða minnkaðan styrk í vöðvanum. Ein rannsókn sýndi aukna virkni í vöðvanum við göngu.Virknin í mikla þjóvöðva var minni á þeirri hlið sem verkur var staðsettur í spjaldlið og aukinn þrýstingur í gegnum spjaldliðinn jók einnig virknina í vöðvanum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að breytt virkni sé til staðar hjá einstaklingum með mjóbaksverki eða skilgreinda verki frá spjaldliðum. Sjúkraþjálfarar ættu að gera sér grein fyrir þessari mögulegu breyttu virkni í vöðvanum í meðhöndlun einstaklinga með mjóbaksverki hvað varðar styrkjandi æfingar og rétt hreyfimynstur.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virkni mikla þjóvöðva í tengslum við mjóbaksverki eða skilgreinda verki frá spjaldliðum.pdf632.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna