is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18328

Titill: 
  • Ísland - fyrir hverja að vetrarlagi ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi fer ört vaxandi og skapar nú mestu gjaldeyrisverðmæti af öllum atvinnugreinum. Skiptir því miklu máli að unnið sé markvisst og skipulega að uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu, í samræmi við skýra framtíðarsýn og stefnumótun, sem byggir á nauðsynlegum og ítarlegum rannsóknum.
    Markhópagreiningar ferðaþjónustuna gera hagsmunaaðilum betur kleift að ná til verðmætra og eftirsóknarverðra ferðamanna sem Ísland höfðar til og skilja einkenni þeirra eins og þjóðerni, aldur, starf, tekjur, eyðslu, dvalarlengd, ástæðu dvalar og þá ánægju sem dvölin skilar.
    Í ritgerðinni er leitast við að varpa betra ljósi á markhópinn, erlendir vetrarferðamenn, með það að markmiði að greina helstu einkenni hans og hverju er helst verið að sækjast eftir. Auk þess að rannsaka gögn og forsendur markhópagreiningar Íslandsstofu sem vinnur að markaðsátakinu „Ísland – allt árið“ eru rýnd tiltæk gögn hérlendis um erlenda ferðamenn.
    Niðurstöður benda til að þjónusta við erlenda ferðamenn eigi blómlega framtíð fyrir sér. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar um helstu einkenni vetrarferðamannsins er svarað og einkenni hans skilgreind eftir helstu breytum. Það bendir til að vetrarferðamaðurinn kemur í styttri ferðir, eyðir meiri fjármunum, tekur meiri þátt í allri afþreyingu og er staðbundnari. Hann er vel menntaður, yfir meðallagi efnaður, langar að upplifa íslenska nátt¬úru og eitthvað nýtt. Flest bendir til að hann snúi svo ánægður aftur til síns heima.
    Reynsla ferðaþjónustuaðila, sem viðtöl voru tekin við, styður niðurstöður yfir helstu einkenni vetrarferðamannsins. Jafnframt falla einkenni vetrarferðamannsins að markhópagreiningu Íslandsstofu um hinn upplýsta ferðamann. Ónýtt tækifæri eru til staðar meðal ákveðinna aldurshópa, ekki síst 55 ára og eldri, sem eru utan markhóps Íslandsstofu. Sá hópur hefur gott svigrúm til að fara í vetrarferðir, er með góða kaupgetu, og tilbúinn að njóta og upplifa eitthvað nýtt.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Steingerður Þorgilsdóttir.pdf6.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna