is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18337

Titill: 
  • Sálvefræn einkenni grunnskólabarna. Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Psychosomatic Symptoms in Schoolchildren
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grunnskólabörn finna oft fyrir líkamlegum einkennum sem eiga sér enga skýringu. Þessi einkenni geta til dæmis komið fram sem höfuðverkur eða kviðverkur og eru kölluð sálvefræn einkenni. Markmiðið með þessari fræðilegu samantekt var að skoða þau einkenni sem teljast til sálvefrænna einkenna og kanna algengi og útbreiðslu þeirra hjá börnum á grunnskólaaldri. Einnig voru helstu áhrifaþættir sálvefrænna einkenna greindir og afleiðingar þeirra fram á fullorðinsár. Auk þess var hlutverk skólahjúkrunarfræðinga í að fyrirbyggja sálvefræn einkenni og bæta líðan barna skoðað. Fræðilega samantektin byggðist á rannsóknum fengnum úr gagnagrunnunum PubMed, EBSCOhost, Hirsla LSH og Pshycinfo og voru þær flokkaðar eftir innihaldi og gæðum. Niðurstöður samantektarinnar sýndu að sálvefræn einkenni voru í flestum tilfellum algengari hjá stúlkum en drengjum og tíðni þeirra jókst þegar börnin komust á unglingsaldur. Margir áhrifaþættir, eins og neikvæðir lífsviðburðir eða streita sem börnin upplifðu, ýttu undir myndun slíkra einkenna. Þá voru greinileg tengsl sálvefrænna einkenna við áhrifaþætti eins og skólatengda streitu, félagslega stöðu, sjálfsmynd, óæskilega hegðun, einelti og ofbeldi. Ómeðhöndluð, viðvarandi sálvefræn einkenni geta síðan valdið sálrænum kvillum, eins og þunglyndi eða kvíða. Einnig geta sálvefræn einkenni haft áhrif á virkni einstaklings í félagslífi og þannig ýtt undir vanlíðan hans fram á fullorðinsár.
    Reglusemi í lífi barna og stuðningur er eitt af því sem getur dregið úr sálvefrænum einkennum. Skólahjúkrunarfræðingar eru í kjörinni aðstöðu innan skólanna, í daglegu umhverfi barnanna, til að vinna með börnum, foreldrum og skólasamfélagi að bættri heilsu og vellíðan nemenda. Skipulagt heilsueflingar- og forvarnarstarf skólahjúkrunarfræðinga sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd, samskipti og lífsstíl barnanna er mikilvægt. Auk þess að finna þau börn sem eru með sálvefræn einkenni og veita þeim frekari úrræði í samráði við foreldra og skólasamfélag.
    Lykilorð: Sálvefræn einkenni, grunnskólabörn, skólahjúkrun

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Salvefraen einkenni grunnskolabarna-bg-hvs.pdf389.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna