is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18340

Titill: 
  • Sýnir sauðfé við Hvalfjörð merki um líffræðilegt álag af völdum mengunar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Grundartanga í Hvalfirði hefur verið vaxandi uppbygging á undanförnum árum og þar starfa meðal annars tvö stór fyrirtæki á sviði málmbræðslu, Norðurál hf. og Elkem Ísland hf. Í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi, í nágrenni iðjuveranna, er landbúnaður einn aðalatvinnuvegurinn, m.a. er þar stunduð sauðfjárrækt. Til þess að meta hvort bændur finna fyrir einhverjum neikvæðum heilsufarseinkennum hjá sauðfé vegna hugsanlegrar mengunar frá iðjuverunum var send spurningakönnun á alla bæi með tíu kindur eða fleiri í Kjósarhreppi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð, alls 222 bæi. Einnig var stuðst við gögn úr gæðastýringu í sauðfjárrækt og tekin viðtöl við bændur í Hvalfjarðarsveit. Niðurstöður spurningakönnunar leiddu í ljós almenna ánægju bænda með heilsufar sauðfjár. Fleiri bændur fjær iðjuverunum eru þátttakendur í gæðastýringu og skrá marktækt fleiri atriði sem tengjast heilsu sauðfjár. Að teknu tilliti til áhrifa gæðastýringarinnar reyndust marktækt fleiri bændur í nágrenni iðjuveranna hafa orðið varir við brúna bletti á framtönnum sauðfjár og lélega ull. Marktækt fleiri eldri ær eru geldar á svæðinu nær iðjuverunum á Grundartanga á árunum 2007-2012, að jafnaði 4% til móts við 2,6% á svæðinu fjær. Ekki er mikill munur á afurðatölum á milli svæða þegar á heildina er litið. Þróun þeirra á milli ára er þó ólík eftir svæðum og nær iðjuverunum verður rúmlega 6% samdráttur á milli áranna 2007 og 2009 og er það athyglisvert í ljósi þess að heildarflúorlosun eykst um 172% á Grundartanga á milli áranna 2005 og 2008 vegna stækkunar Norðuráls. Árið 2012 eru afurðatölur frá svæðinu að jafnaði aftur orðnar sambærilegar því sem þær voru árið 2007. Marktækt hæst hlutfall geldra eldri áa, að meðaltali 7,4%, og lægstar afurðatölur eru á bæjum suðvestanmegin við iðjuverin, á því svæði þar sem flúor hefur á undanförnum árum mælst einna hæstur í kjálkabeinum sauðfjár.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, there has been a considerable development at Grundartangi area in Hvalfjordur fjord in Iceland. Two major smelters are situated in the area, the aluminum smelter Nordural and the ferrosilicon plant Elkem Island. In the surrounding communities, Hvalfjardarsveit and Kjosarhreppur, one of the main professions is farming, most significantly with sheep. The primary goal of this project was to evaluate if farmers have detected any negative health impacts in sheep that could possibly originate from pollution from the smelters. A questionnaire was sent to all farmers with ten or more sheep in three communities, Kjosarhreppur, Hvalfjardarsveit and Borgarbyggd, in total 222 farms. Data from a quality control system in sheep farming was also used and farmers in Hvalfjardarsveit were interviewed. The results of the questionnaire indicate general contentment among farmers concerning the health of their sheep. The farmers that live further away from the industrial area were more frequently participants in the quality control system and as a result recorded more information concerning their sheep's health. Taking that into account, farmers in the vicinity of the smelters experience brown stains in incisor teeth of sheep and less quality in wool. Significantly, older sheep were more sterile in the vicinity of the smelters between 2007-2012, the average being 4% against 2.6% in the area further away from the smelters. There is not much difference in total produce between areas. The development in produce between years is however different between areas. In the vicinity of the smelters there is an average of over 6% reduction between the years 2007 and 2009, which is interesting in light of the Nordural expansion, which lead to an increase of total fluoride emission of 172% between 2005 and 2008. Produce in 2012 equals to produce in 2007. Significantly the highest proportion of sterile sheep are found in the area southwest of the smelters, in average 7.4%, and also the lowest numbers in produce. In that particular area the concentration of fluoride in sheep jawbone has also been the highest in recent years.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_Gyda_Bjornsdottir.pdf3.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna