is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18358

Titill: 
  • Hvaða leiðir getur ferðaþjónustan farið í gjaldtöku á náttúru Íslands? Áhrif mismunandi leiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ísland er vinsæll áfangastaður og hefur erlendum ferðamönnum sem koma til landsins fjölgað mikið undanfarin ár. Spáð er að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands verði yfir ein milljón árið 2020. Helstu ferðamannastaðir landsins eru farnir að láta á sjá vegna átroðnings og þarfnast uppbyggingar og viðhalds. Verndun ferðamannastaða er nauðsynleg til að forðast skemmdir á náttúrunni, sem er helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins.
    Mikilvægt er að mótuð sé heildstæð stefna um verndun, nýtingu, fármögnun og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ríkisstjórnin hefur lagt hluta af skattekjum í uppbyggingu ferðamannastaða en það hefur ekki dugað til, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem fjármagnaður er að hluta til með gistináttagjaldi, leggur einnig fjármagn til uppbyggingar. Ljóst er að aukið fjármagn þarf ef staðirnir eiga að standa undir væntingum ferðamanna, stjórnvöld og hagsmunaaðilar innan ferðaþjónustunnar eru sammála um að einhvers konar gjaldtaka sé nauðsynleg en ekki hefur náðst samkomulag um framkvæmd hennar. Sumir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins þola ekki frekari bið og kalla á tafarlausar aðgerðir. Nokkrar leiðir hafa verið ræddar en ekki fengist sátt með gjaldtökuleið, nokkrir landeigendur hafa séð sig tilneydda til að hefja gjaldtöku strax. Stjórnvöld hafa ákveðið að náttúrupassi verði sú gjaldtökuleið sem verður farin hins vegar kemur hún ekki í framkvæmd fyrr en á næsta ári. Náttúrupassinn þykir að mati stjórnvalda besti kosturinn þar sem hann mismunar ekki ólíkum þjónustuaðilum innan ferðaþjónustunnar.
    Í þessari rannsókn voru kannaðar mögulegar gjaldtökuleiðir og áhrif mismunandi leiða sem ferðaþjónustan getur farið í gjaldtöku á ferðamannastöðum. Borin saman mismunandi sjónarmið og viðhorf gagnvart gjaldtöku. Niðurstaðan er að gjaldtaka er afar viðkvæm og vanda þarf vel til verka ef nást á sameiginleg sátt meðal hagsmunaðila og þjóðarinnar. Þegar meta á gjaldtökuleiðir þarf að skoða lög í landinu um almannarétt og rétt rekstraraðila lands til gjaldtöku, draga má þá ályktun að náttúrupassinn eins og hann er útfærður núna þarfnist breytinga ef hann á að standast löggjöfina. Finna þarf lausn til að vernda náttúruperlur Íslands, hún er auðlind sem má ekki spilla.

Samþykkt: 
  • 23.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný Helga Axelsdóttir.pdf697.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna